Aðgerð á höfði sex ára drengs frestað vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2014 17:52 Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. Óvíst er hversu lengi drengurinn þarf nú að bíða eftir aðgerð. Þrjátíu og tveimur aðgerðum var frestað á Landspítalanum í dag. Sigríður Dögg átti að mæta með sex ára son sinn á Landspítalann í morgun í aðgerð. Í henni átti að loka gati á höfuðkúpu hans sem myndaðist eftir slys. Ekkert varð hins vegar af aðgerðinni þar sem gjörgæslu- og svæfingalæknar lögðu niður störf á miðnætti. Þetta er þriðja aðgerðin sem að sonur hennar átti að fara í að einu og hálfu ári og var því búið að undirbúa hann nokkuð. „Það var svolítið erfitt að útskýra fyrir honum í morgun og í gærkvöldi af hverju hann væri ekki að fara í aðgerðina. Þannig að við erum núna bara í bið. Fullkominni óvissu með lítið barn sem er að fara í stóra aðgerð á höfuðkúpu og við vitum í raun ekki neitt. Vegna þess að spítalinn veit ekki neitt og læknarnir vita ekki neitt þannig að þetta er bara erfitt ástand“, segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Aðgerðin er ein þeirra 32 sem felldar voru niður á Landspítalanum í dag. Þó aðgerðin á syni Sigríðar Daggar sé mjög mikilvæg fyrir hann er hún ekki bráðaaðgerð og þarf því að bíða. Algjörlega óvíst er hvenær hægt verður að framkvæma aðgerðina. Á morgun leggja skurðlæknar niður störf og lokast því skurðstofurnar nær alveg fram á föstudag. Auk gjörgæslu- og svæfingalækna lögðu öldrunarlæknar og læknar á bráðamóttöku niður störf á miðnætti og verða í verkfalli þangað til á miðnætti annað kvöld. Sigríður Dögg segist hafa skilning á verkfallsaðgerðum lækna og styðja þá í baráttu sinni. Miklu máli skipti sé að laun og kjör lækna séu þannig að læknar komi aftur til Íslands að loknu framhaldsnámi í útlöndum. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Móðir sex ára drengs sem átti að fara í skurðaðgerð á höfði í dag segist vera í fullkominni óvissu eftir að aðgerðinni var frestað vegna verkfalls lækna. Óvíst er hversu lengi drengurinn þarf nú að bíða eftir aðgerð. Þrjátíu og tveimur aðgerðum var frestað á Landspítalanum í dag. Sigríður Dögg átti að mæta með sex ára son sinn á Landspítalann í morgun í aðgerð. Í henni átti að loka gati á höfuðkúpu hans sem myndaðist eftir slys. Ekkert varð hins vegar af aðgerðinni þar sem gjörgæslu- og svæfingalæknar lögðu niður störf á miðnætti. Þetta er þriðja aðgerðin sem að sonur hennar átti að fara í að einu og hálfu ári og var því búið að undirbúa hann nokkuð. „Það var svolítið erfitt að útskýra fyrir honum í morgun og í gærkvöldi af hverju hann væri ekki að fara í aðgerðina. Þannig að við erum núna bara í bið. Fullkominni óvissu með lítið barn sem er að fara í stóra aðgerð á höfuðkúpu og við vitum í raun ekki neitt. Vegna þess að spítalinn veit ekki neitt og læknarnir vita ekki neitt þannig að þetta er bara erfitt ástand“, segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Aðgerðin er ein þeirra 32 sem felldar voru niður á Landspítalanum í dag. Þó aðgerðin á syni Sigríðar Daggar sé mjög mikilvæg fyrir hann er hún ekki bráðaaðgerð og þarf því að bíða. Algjörlega óvíst er hvenær hægt verður að framkvæma aðgerðina. Á morgun leggja skurðlæknar niður störf og lokast því skurðstofurnar nær alveg fram á föstudag. Auk gjörgæslu- og svæfingalækna lögðu öldrunarlæknar og læknar á bráðamóttöku niður störf á miðnætti og verða í verkfalli þangað til á miðnætti annað kvöld. Sigríður Dögg segist hafa skilning á verkfallsaðgerðum lækna og styðja þá í baráttu sinni. Miklu máli skipti sé að laun og kjör lækna séu þannig að læknar komi aftur til Íslands að loknu framhaldsnámi í útlöndum.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði