Innlent

Læknar á geðsviði og skurðlækningasviði í verkfalli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Verkfall lækna á geðsviði og skurðlækningasviði stendur yfir í tvo sólarhringa.
Verkfall lækna á geðsviði og skurðlækningasviði stendur yfir í tvo sólarhringa. Vísir/GVA
Á miðnætti hófst verkfall lækna á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítalans. Verkfallið stendur yfir í tvo sólarhringa.

Geðsvið spítalans sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á landinu. Skurðlækningasvið er svo eitt umfangsmesta svið Landspítalans. Sviðinu tilheyra níu sérgreinar skurðlækninga auk Blóðbankans og svæfinga-og gjörgæslulækninga.

Þunginn í verkfallinu fer stigvaxandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi enn langt í að samningar tækjust. Þá ítrekaði hann þá skoðun sína að kröfur lækna væru óraunhæfar.


Tengdar fréttir

Þunginn fer vaxandi í læknaverkfallinu

Þunginn í verkfalli lækna fer vaxandi og óttast yfirlæknir á bráðamóttöku að eldra fólk veigri sér við að leita þangað vegna álags. Fjármálaráðherra segir að ekki verði orðið við óraunhæfum kröfum lækna sem vilji fimmtíu prósenta launahækkun.

Enginn árangur á kjarafundi lækna

Fundi samninganefnda Skurðlæknafélags Íslands, og ríkisins í kjaradeilu skurðlækna hjá ríkisáttasemjara lauk um klukkan fjögur í dag, án árangurs.

Verkfallið hefur mikil áhrif á kennslu í læknadeildinni

Læknaverkfall hefur áhrif á kennslu við læknadeild Háskóla Íslands. Formaður Félags læknanema vonast þó til þess að það hafi ekki áhrif á námsönnina í heild. Verkfallið heldur áfram í vikunni, meðal annars á geðsviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×