Verkfallið hefur mikil áhrif á kennslu í læknadeildinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. nóvember 2014 07:00 Ragnhildur Hauksdóttir Verkfall lækna hefur veruleg áhrif á læknanema við Háskóla Íslands, segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður félags læknanema og fimmta árs nemi í læknisfræði. Klínísk kennsla í hverri grein fellur niður þegar viðkomandi deild er í verkfalli. Verkfallið heldur áfram í vikunni og mun meðal annars ná til bráðamóttöku, endurhæfingardeildar, öldrunardeilda og geðsviðs. „Þetta hefur mismikil áhrif á mismunandi kúrsa,“ segir Ragnhildur. Hún segir að það séu nemendur á fjórða, fimmta og sjötta ári sem eru í klínískri kennslu. „Bekkurinn minn skiptist í fjóra hópa og einn hópurinn átti að vera í prófi fyrir viku, þegar barnadeildin var í verkfalli,“ segir Ragnhildur. Hópurinn hafi ekki haft hugmynd um hvort af prófinu yrði eða ekki fyrr en daginn sem prófið sjálft átti að fara fram. Að lokum varð raunin sú að prófinu var frestað um rúma viku vegna verkfalls barnalæknanna. „Það eru læknar sem eru að prófa og þeir eru að prófa á vinnutíma sínum,“ segir Ragnhildur. Hún tekur einnig verkfall svæfingarlækna sem dæmi, en sumir nemendur hafi misst um það bil 40 prósent af tíma sínum í þeirri kennslu vegna verkfallsins. Þá segir Ragnhildur að nemar á fjórða ári fari á nánast allar deildir spítalans og séu viku á hverri deild. „Og þegar maður fer að missa heilu dagana, þá erum við farin að missa af ansi miklu efni,“ segir Ragnhildur. Læknanemar séu skyldaðir til að taka ólaunaðar nemavaktir. „Við megum ekki taka vaktir þessa daga og þurfum þess vegna að taka þær seinna,“ segir hún. Kennslan á þessum dögum falli hins vegar niður og nemendur missi af henni. Ragnhildur segist vonast til þess að verkfallið hafi ekki veruleg áhrif á þessa önn. „Það er enginn að fara að fresta útskrift held ég, en þetta hefur áhrif. Það er alveg klárt mál,“ segir hún. Ragnhildur segir að nemar hafi vissulega hagsmuni af því að verkfallið dragist ekki á langinn. Engu að síður styðji þeir lækna í þeirra kjarabaráttu. „Eins og til dæmis að verðandi læknakandídatar, sem útskrifast í vor, hafa sagt að þeir muni ekki ráða sig á kandídatsárið næsta vor nema að samningar hafi náðst,“ segir Ragnhildur. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Verkfall lækna hefur veruleg áhrif á læknanema við Háskóla Íslands, segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður félags læknanema og fimmta árs nemi í læknisfræði. Klínísk kennsla í hverri grein fellur niður þegar viðkomandi deild er í verkfalli. Verkfallið heldur áfram í vikunni og mun meðal annars ná til bráðamóttöku, endurhæfingardeildar, öldrunardeilda og geðsviðs. „Þetta hefur mismikil áhrif á mismunandi kúrsa,“ segir Ragnhildur. Hún segir að það séu nemendur á fjórða, fimmta og sjötta ári sem eru í klínískri kennslu. „Bekkurinn minn skiptist í fjóra hópa og einn hópurinn átti að vera í prófi fyrir viku, þegar barnadeildin var í verkfalli,“ segir Ragnhildur. Hópurinn hafi ekki haft hugmynd um hvort af prófinu yrði eða ekki fyrr en daginn sem prófið sjálft átti að fara fram. Að lokum varð raunin sú að prófinu var frestað um rúma viku vegna verkfalls barnalæknanna. „Það eru læknar sem eru að prófa og þeir eru að prófa á vinnutíma sínum,“ segir Ragnhildur. Hún tekur einnig verkfall svæfingarlækna sem dæmi, en sumir nemendur hafi misst um það bil 40 prósent af tíma sínum í þeirri kennslu vegna verkfallsins. Þá segir Ragnhildur að nemar á fjórða ári fari á nánast allar deildir spítalans og séu viku á hverri deild. „Og þegar maður fer að missa heilu dagana, þá erum við farin að missa af ansi miklu efni,“ segir Ragnhildur. Læknanemar séu skyldaðir til að taka ólaunaðar nemavaktir. „Við megum ekki taka vaktir þessa daga og þurfum þess vegna að taka þær seinna,“ segir hún. Kennslan á þessum dögum falli hins vegar niður og nemendur missi af henni. Ragnhildur segist vonast til þess að verkfallið hafi ekki veruleg áhrif á þessa önn. „Það er enginn að fara að fresta útskrift held ég, en þetta hefur áhrif. Það er alveg klárt mál,“ segir hún. Ragnhildur segir að nemar hafi vissulega hagsmuni af því að verkfallið dragist ekki á langinn. Engu að síður styðji þeir lækna í þeirra kjarabaráttu. „Eins og til dæmis að verðandi læknakandídatar, sem útskrifast í vor, hafa sagt að þeir muni ekki ráða sig á kandídatsárið næsta vor nema að samningar hafi náðst,“ segir Ragnhildur.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira