Erlent

Ýmsir vildu Osama drepið hafa

Jakob Bjarnar skrifar
Robert O'Neill segist sá sem tók í gikkinn þegar Bin Laden var drepinn, en ýmsir vilja leyfa sér að efast um það.
Robert O'Neill segist sá sem tók í gikkinn þegar Bin Laden var drepinn, en ýmsir vilja leyfa sér að efast um það.
Miklar og undarlegar deilur hafa nú risið vestan hafs og snúast um hver skaut Osama Bin Laden til bana, en meira en þrjú ár eru liðin síðan þessi leiðtogi al-Qaeda var drepinn.

BBC greinir ítarlega frá málinu og segir meðal annars frá nýlegu viðtali sem birtist í Washington Post við Robert O´Neill, 38 ára gamlan fyrrverandi sérsveitarmann sem heldur því fram að hann hafi verið sá sem hleypti af skotinu sem dró Bin Laden til dauða. Þetta stangast á við það sem fram kemur í bók sem kom út árið 2012 og er eftir Matt Bissonnett, annan sérsveitarmann.

Sérsveitarmenn, eða Navy Seals, félagar O´Neill kunna honum litlar þakkir fyrir það að vera þetta kjaftagleiður, en um aðgerðir þeirra á að ríkja þögn og fullkominn trúnaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×