Francois Hollande Frakklandsforseti segist ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri árið 2917 takist honum ekki að vinna bug á atvinnuleysi í Frakkalandi.
Hollande viðurkenndi í nýlegu sjónvarpsviðtali að honum hafi mistekist, að uppfylla það sem lofað var varðandi efnahagsumbætur í Frakklandi. Lucy Williams, fréttamaður BBC í París, segir viðtalið almennt túlkað sem svo að Hollande berjist nú í örvæntingu við að endurheimta vinsældir sínar en í nýlegri skoðanakönnun lýstu einungis 12 prósent ánægju með störf forsetans. Atvinnuleysistölur í Frakklandi mældust síðast 11 prósent.
