Fótbolti

Gunnleifur ekki í landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Anton
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, er ekki í landsliðshópi Íslands sem mætir Belgíu og Tékklandi í næstu viku.

Gunnleifur hefur verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum síðan 2008 en hann varð 39 ára gamall í sumar. Alls á hann að baki 26 leiki með íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað mótsleik síðan 2010.

„Við erum alls ekki ósáttir við Gunnleif. Hann bankar á og heldur þeim við efnið. Við sjáum svo hvað gerist í næsta verkefni,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari Íslands.

Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður Íslands síðustu ár en að auki voru Ögmundur Kristinsson, leikmaður Randers, og Stjörnumaðurinn Ingvar Jónsson valdir í liðið nú.

Ísland mætir Belgíu í vináttulandsleik á miðvikudagskvöld og svo Tékklandi í undankeppni EM 2016 fjórum dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×