Erlent

Facebook eyddi út brjóstagjafamynd því hún innihélt nekt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin sem Facebook eyddi út af samfélagsmiðlinum.
Myndin sem Facebook eyddi út af samfélagsmiðlinum.
Mynd nýbakaðrar móður, Emmu Bond, af sér að gefa barni sínu brjóst var fjarlægð af Facebook í vikunni. Einhver tilkynnti myndina til Facebook og sagði hana innihalda nekt.

Emma deildi myndinni í brjóstagjafarhóp, þar sem hátt í 200.000 manns líkuðu við hana, en þeir sem deildu myndinni svo áfram komust að því að henni var eytt jafnóðum af Facebook.

Í samtali við BBC segir Emma að hún hafi verið sérstaklega hamingjusöm með að geta gefið barni sínu brjóst þar sem það var fyrirburi og ekki víst að brjóstagjöfin myndi ganga upp.

Facebook hefur sagt að mistök hafi verið gerð þegar að myndinni var eytt og hefur nú sett hana aftur á vefinn. Talsmaður Facebook segir brjóstagjafamyndir aldrei hafa verið gegn skilmálum samfélagsmiðilsins, en geirvörtur þurftu um tíma að vera huldar.

Þeim reglum hefur nú verið breytt og myndir af mæðrum að gefa brjóst eru leyfðar á Facebook og þarf ekki að fela geirvörtuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×