Ísland besta Norðurlandaþjóðin | Heimir: Þú segir mér fréttir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. október 2014 10:02 Heimir með markvarðaþjálfarnum Guðmundi Hreiðarssyni. Vísir/Andri Marinó „Ég hef svo litlar áhyggjur af þessu enda skiptir þessi listi ekki svo miklu máli,“ voru fyrstu viðbrögð Heimis Hallgrímssonar af þeim tíðindum að Ísland hafi aldrei verið ofar á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, en nú. Nýr listi kom út í morgun og var Ísland í 28. sæti. Sigrarnir á Lettlandi og Hollandi fyrr í mánuðinum fleyttu liðinu upp um sex sæti frá síðasta lista og eru strákarnir okkar nú í fyrsta sinn í efsta Norðurlandaþjóðin á listanum. „Þessi listi skiptir ekki neinu máli fyrr en í lok næsta sumars. Því ofar sem við verðum á listanum þá því meiri líkur á að við verðum í öðrum styrkleikaflokki,“ sagði Heimir. Í sumar verður styrkleikalistinn notaður til að ákvarða niðurröðun liðanna í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018. Það er í eina skiptið sem listinn skiptir máli að því tilliti því Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, notar eigin útreikninga til að ákvarða styrkleikaröðun fyrir undankeppni EM.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson.Vísir/VilhelmÍsland sat í 121. sæti listans í júlí 2011 þegar styrkleikaniðurröðunin fyrir undankeppni HM 2014 var ákveðin. Ísland var þá í sjötta og neðsta styrkleikaflokki en endaði engu að síður í öðru sæti síns riðils og komst í umspilið sem frægt er. Miðað við listann sem kom út í morgun yrði Ísland næstsíðasta þjóðin í öðrum styrkleikaflokki og Heimir vonast til þess að halda þeirri stöðu fram á sumar. „Það virðist þó vera að það þurfi ansi mikið að gerast til að við förum niður,“ segir Heimir sem gleðst þó fyrst og fremst yfir góðu gengi liðsins á vellinum sjálfum. „Það eru leikirnir sem maður gleðst yfir. Ekki endilega úrslitunum heldur frammistöðu liðsins í leikjunum,“ segir Heimir sem gegnir stöðu landsliðsþjálfara með Lars Lagerbäck eftir að hafa verið aðstoðarmaður Svíans í síðustu undankeppni.Vísir/ValliHeimir bendir á að við útreikninga styrkleikalistans er tekið tillit til úrslita leikja síðustu fjögur árin. „Sem þýðir að við förum fljótlega að missa stig sem við unnum sjálfir inn fyrir þremur árum síðan. Þar með kemst meira jafnvægi á þetta ferli. Það þýðir líka að við þurfum að halda okkur á mottunni og halda áfram að safna stigum gegn þeim sem tapast.“ Og auðvitað gleðst hann yfir góðri stöðu Íslands á listanum. „Það er gaman að geta sagt að við höfum aldrei farið hærra. En þetta er bara viðmið og segir ekkert til um hvort við vinnum næsta leik.“ Næsti leikur Íslands verður vináttulandsleikur gegn Belgíu ytra þann 12. nóvember. Fjórum dögum síðar leika strákarnir við Tékka á Plzen í undankeppni EM 2016. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Sænska þjóðin er að uppgötva Lars upp á nýtt Sumir samlandar Lagerbäcks vilja fá hann aftur í landsliðsþjálfarastarfið. 18. október 2014 08:00 Strákarnir okkar upp fyrir Dani og Svía Ísland skilja Dani, Svía, Rússa, Rúmeníu, Skota, Wales, Gana og Serba eftir í rykinu þegar næsti styrkleikalisti FIFA verður birtur. 14. október 2014 07:00 Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Íslenska landsliðið í fótbolta komst upp í 28. sæti FIFA-listans og er besta Norðurlandaþjóðin í fótbolta. 23. október 2014 09:30 Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30 Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
„Ég hef svo litlar áhyggjur af þessu enda skiptir þessi listi ekki svo miklu máli,“ voru fyrstu viðbrögð Heimis Hallgrímssonar af þeim tíðindum að Ísland hafi aldrei verið ofar á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, en nú. Nýr listi kom út í morgun og var Ísland í 28. sæti. Sigrarnir á Lettlandi og Hollandi fyrr í mánuðinum fleyttu liðinu upp um sex sæti frá síðasta lista og eru strákarnir okkar nú í fyrsta sinn í efsta Norðurlandaþjóðin á listanum. „Þessi listi skiptir ekki neinu máli fyrr en í lok næsta sumars. Því ofar sem við verðum á listanum þá því meiri líkur á að við verðum í öðrum styrkleikaflokki,“ sagði Heimir. Í sumar verður styrkleikalistinn notaður til að ákvarða niðurröðun liðanna í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018. Það er í eina skiptið sem listinn skiptir máli að því tilliti því Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, notar eigin útreikninga til að ákvarða styrkleikaröðun fyrir undankeppni EM.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson.Vísir/VilhelmÍsland sat í 121. sæti listans í júlí 2011 þegar styrkleikaniðurröðunin fyrir undankeppni HM 2014 var ákveðin. Ísland var þá í sjötta og neðsta styrkleikaflokki en endaði engu að síður í öðru sæti síns riðils og komst í umspilið sem frægt er. Miðað við listann sem kom út í morgun yrði Ísland næstsíðasta þjóðin í öðrum styrkleikaflokki og Heimir vonast til þess að halda þeirri stöðu fram á sumar. „Það virðist þó vera að það þurfi ansi mikið að gerast til að við förum niður,“ segir Heimir sem gleðst þó fyrst og fremst yfir góðu gengi liðsins á vellinum sjálfum. „Það eru leikirnir sem maður gleðst yfir. Ekki endilega úrslitunum heldur frammistöðu liðsins í leikjunum,“ segir Heimir sem gegnir stöðu landsliðsþjálfara með Lars Lagerbäck eftir að hafa verið aðstoðarmaður Svíans í síðustu undankeppni.Vísir/ValliHeimir bendir á að við útreikninga styrkleikalistans er tekið tillit til úrslita leikja síðustu fjögur árin. „Sem þýðir að við förum fljótlega að missa stig sem við unnum sjálfir inn fyrir þremur árum síðan. Þar með kemst meira jafnvægi á þetta ferli. Það þýðir líka að við þurfum að halda okkur á mottunni og halda áfram að safna stigum gegn þeim sem tapast.“ Og auðvitað gleðst hann yfir góðri stöðu Íslands á listanum. „Það er gaman að geta sagt að við höfum aldrei farið hærra. En þetta er bara viðmið og segir ekkert til um hvort við vinnum næsta leik.“ Næsti leikur Íslands verður vináttulandsleikur gegn Belgíu ytra þann 12. nóvember. Fjórum dögum síðar leika strákarnir við Tékka á Plzen í undankeppni EM 2016.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Sænska þjóðin er að uppgötva Lars upp á nýtt Sumir samlandar Lagerbäcks vilja fá hann aftur í landsliðsþjálfarastarfið. 18. október 2014 08:00 Strákarnir okkar upp fyrir Dani og Svía Ísland skilja Dani, Svía, Rússa, Rúmeníu, Skota, Wales, Gana og Serba eftir í rykinu þegar næsti styrkleikalisti FIFA verður birtur. 14. október 2014 07:00 Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Íslenska landsliðið í fótbolta komst upp í 28. sæti FIFA-listans og er besta Norðurlandaþjóðin í fótbolta. 23. október 2014 09:30 Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30 Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Sænska þjóðin er að uppgötva Lars upp á nýtt Sumir samlandar Lagerbäcks vilja fá hann aftur í landsliðsþjálfarastarfið. 18. október 2014 08:00
Strákarnir okkar upp fyrir Dani og Svía Ísland skilja Dani, Svía, Rússa, Rúmeníu, Skota, Wales, Gana og Serba eftir í rykinu þegar næsti styrkleikalisti FIFA verður birtur. 14. október 2014 07:00
Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Íslenska landsliðið í fótbolta komst upp í 28. sæti FIFA-listans og er besta Norðurlandaþjóðin í fótbolta. 23. október 2014 09:30
Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Tékklands hvetur Newcastle til að horfa til annarra leikmannamarkaða en á Frakklandi. 20. október 2014 16:30
Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15