Fótbolti

Srnicek: Kom mér ekkert á óvart að Ísland vann Holland

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sigur strákanna okkar kom Tékkanum ekkert á óvart.
Sigur strákanna okkar kom Tékkanum ekkert á óvart. vísir/andri marinó/getty
Pavel Srnicek, fyrrverandi markvörður Newcastle og tékkneska landsliðsins í knattspyrnu, hvetur sína gömlu félaga í ensku úrvalsdeildinni að víkka sjóndeildarhringinn þegar kemur að því að kaupa leikmenn.

Newcastle hefur verið mikið í því að kaupa franska leikmenn undanfarin misseri með misjöfnum árangri, en Srnicek bendir mönnum á St. James Park á að fylgjast með því sem er í gangi í minni löndum - ekki hjá þessum hefðbundnu „stóru“ knattspyrnuþjóðum.

„Það er kominn tími til að úrvalsdeildin og Newcastle vakni og átti sig á því að það má finna hæfileika allstaðar í Evrópuboltanum núna,“ segir Srnicek sem kom ekkert á óvart að Ísland hafi unnið Holland í undankeppni EM.

„Þessi landsleikjavika var rosalega á að horfa, en það kom mér ekkert á óvart að Ísland hafi unnið Holland, 2-0. Það voru stærstu úrslitin í annars glæsilegri fótboltaviku.“

„Ísland er ekki stór knattspyrnuþjóð og hefur aldrei komist á stórmót. Ísland var samt nálægt því að komast á HM og hefur haldið áfram vegferð sinni. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Ísland kemst á EM, en mínir menn eru í sama riðli og eru einnig með níu stig.“

„Ég tel tékkneskan fótbolta vera að rísa aftur og ef Newcastle fer ekki að horfa þangað þá gera það aðrir,“ segir Pavel Srnicek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×