Stefnubreyting ef vopna á lögregluna Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2014 12:52 Fyrrveraandi innanríkisráðherra segir það hafa verið rætt í mörg ár hvort vopna ætti almennu lögregluna. vísir Fyrrverandi innanríkisráðherra segir fráleitt að almenna lögreglan verði vopnuð skammbyssum og hríðskotabyssum án þess að umræða fari fram um það í þjóðfélaginu. Um yrði að ræða eðlisbreytingu á lögreglunni. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að vopna allar lögreglubifreiðar landsins.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi að undanförnu fest kaup 200 hríðskotabyssum og nokkru magni af Glock skammbyssum sem koma eigi fyrir í öllu lögreglubifreiðum landsins. Þessi vopn séu nú þegar í lögreglubílum á Vestfjörðum og er ástæðan sögð vera nýleg uppákoma þegar lögregla þar átti við mann vopnaðan haglabyssu árið 2007. Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra segir hugmyndir um að vígbúa lögregluna oft hafa komið til umræðu á undanförnum árum. „Mín almenna skoðun hefur alltaf verið sú að það eigi ekki að gera. En það megi vera undantekning frá þessari reglu og skuli vera og það er náttúrulega sérsveit lögreglunnar. Þá kunni að vera nauðsynlegt að lögregla t.d. á landsbyggðinni hafi byssu í bílnum til að getað aflífað skepnur ef svo ber undir,“ segir Ögmundur. Það komi honum hins vegar mjög á óvart að ákvörðun hafi verið tekin um að setja vopn í hendur almennra lögreglumanna, Það sé fráleitt annað er fram fari umræða ef gera eigi það að almennri reglu að fólk geti búist við því að það séu hríðskotabyssur í öllum lögreglubílum. „Það er náttúrlega stefnubreyting, eðlisbreyting á starfsemi lögreglunnar sem þarf að fá umræðu í samfélaginu, að sjálfsögðu,“ segir Ögmundur. Þetta sé stærra mál en svo að innanríkisráðherra geti einhliða tekið ákvörðun af þessu tagi. Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofuna í morgun, að það væri ekki rétt að búið væri að ákveða að skotvopn verði í öllum bifreiðum lögreglunnar. Skotvopn hefðu verið til reiðu á lögreglustöðvum landsins og þá eingöngu skammbyssur, ekki hríðskotabyssur. Jón segir að það væri síðan ákvörðun hvers lögreglustjóra fyrir sig hvort byssurnar væru hafðar til taks í lögreglubílum og væri þá aðallega tekið tillit til vegalengda sem lögregla þyrfti að fara í störfum sínum. Þá sagði Jón að ekkert af rúmlega 500 milljón króna aukafjárveitingu til lögreglunnar á þessu ári til að fjölga lögreglumönnum og bæta viðbúnað hennar, hefði farið til vopnakaupa. Þá vísar Jón til skýrslu um stöðu lögreglunnar sem gerð var fyrir innanríkisráðherra árið 2012. Þar kemur fram að lögregluembætti landsins búa samtals yfir 254 skammbyssum. Langflestar þeirra eru hjá Ríkislögreglustjóra vegna sérsveitar lögreglunnar eða 78. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bjó árið 2012 yfir 28 skammbyssum og lögreglan á Suðurnesjum fjörutíu og tveimur en Keflavíkurflugvöllur heyrir undir það embætti. Önnur embætti hafa færri skammbyssur. Í undantekningatilfellum hefur lögregla yfir rifflum að ráða. Í heild á lögreglan 37 riffla og eru 30 þeirra hjá Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt skýrslunni frá 2012 átti lögreglan þá 60 sjálfvirk skotvopn. Fimmtíu og átta þeirra voru hjá Ríkislögreglustjóra, eða sérsveitinni, en tvö sjálfvirk skotvopn voru hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir fráleitt að almenna lögreglan verði vopnuð skammbyssum og hríðskotabyssum án þess að umræða fari fram um það í þjóðfélaginu. Um yrði að ræða eðlisbreytingu á lögreglunni. Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir ekki búið að vopna allar lögreglubifreiðar landsins.DV greinir frá því í dag að lögreglan hafi að undanförnu fest kaup 200 hríðskotabyssum og nokkru magni af Glock skammbyssum sem koma eigi fyrir í öllu lögreglubifreiðum landsins. Þessi vopn séu nú þegar í lögreglubílum á Vestfjörðum og er ástæðan sögð vera nýleg uppákoma þegar lögregla þar átti við mann vopnaðan haglabyssu árið 2007. Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra segir hugmyndir um að vígbúa lögregluna oft hafa komið til umræðu á undanförnum árum. „Mín almenna skoðun hefur alltaf verið sú að það eigi ekki að gera. En það megi vera undantekning frá þessari reglu og skuli vera og það er náttúrulega sérsveit lögreglunnar. Þá kunni að vera nauðsynlegt að lögregla t.d. á landsbyggðinni hafi byssu í bílnum til að getað aflífað skepnur ef svo ber undir,“ segir Ögmundur. Það komi honum hins vegar mjög á óvart að ákvörðun hafi verið tekin um að setja vopn í hendur almennra lögreglumanna, Það sé fráleitt annað er fram fari umræða ef gera eigi það að almennri reglu að fólk geti búist við því að það séu hríðskotabyssur í öllum lögreglubílum. „Það er náttúrlega stefnubreyting, eðlisbreyting á starfsemi lögreglunnar sem þarf að fá umræðu í samfélaginu, að sjálfsögðu,“ segir Ögmundur. Þetta sé stærra mál en svo að innanríkisráðherra geti einhliða tekið ákvörðun af þessu tagi. Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofuna í morgun, að það væri ekki rétt að búið væri að ákveða að skotvopn verði í öllum bifreiðum lögreglunnar. Skotvopn hefðu verið til reiðu á lögreglustöðvum landsins og þá eingöngu skammbyssur, ekki hríðskotabyssur. Jón segir að það væri síðan ákvörðun hvers lögreglustjóra fyrir sig hvort byssurnar væru hafðar til taks í lögreglubílum og væri þá aðallega tekið tillit til vegalengda sem lögregla þyrfti að fara í störfum sínum. Þá sagði Jón að ekkert af rúmlega 500 milljón króna aukafjárveitingu til lögreglunnar á þessu ári til að fjölga lögreglumönnum og bæta viðbúnað hennar, hefði farið til vopnakaupa. Þá vísar Jón til skýrslu um stöðu lögreglunnar sem gerð var fyrir innanríkisráðherra árið 2012. Þar kemur fram að lögregluembætti landsins búa samtals yfir 254 skammbyssum. Langflestar þeirra eru hjá Ríkislögreglustjóra vegna sérsveitar lögreglunnar eða 78. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bjó árið 2012 yfir 28 skammbyssum og lögreglan á Suðurnesjum fjörutíu og tveimur en Keflavíkurflugvöllur heyrir undir það embætti. Önnur embætti hafa færri skammbyssur. Í undantekningatilfellum hefur lögregla yfir rifflum að ráða. Í heild á lögreglan 37 riffla og eru 30 þeirra hjá Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt skýrslunni frá 2012 átti lögreglan þá 60 sjálfvirk skotvopn. Fimmtíu og átta þeirra voru hjá Ríkislögreglustjóra, eða sérsveitinni, en tvö sjálfvirk skotvopn voru hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira