Emil horfði til föður síns á himnum er hann fagnaði 26. október 2014 21:46 Emil öskrar til himins. Markið hans var einstaklega glæsilegt. vísir/getty Emil Hallfreðsson trylltist af gleði og virtist hreinlega tárast er hann skoraði eftir aðeins 25 sekúndur í leik í dag. Hann kom þá liði sínu, Hellas Verona, yfir gegn Napoli í ítalska boltanum. Því miður fyrir Emil og félaga hans þá reyndist glæsimark Emils vera skammgóður vermir því Verona tapaði leiknum, 6-2. Emil missti föður sinn á dögunum og tileinkaði honum augljóslega markið. Emil öskraði, horfði og benti til himins. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis að loknum fræknum sigri á Hollandi. Þá átti hann frábæran leik rétt eins og gegn Lettlandi. Hann skilaði sínu og rúmlega það fyrir landsliðið er hann gekk í gegnum erfiða tíma.Gleðin leyndi sér ekki.vísir/gettyEmil hefur verið mjög opinskár og einlægur við fjölmiðla eftir að faðir hans féll frá. Þetta sagði hann fyrir leikinn gegn Lettum. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en viðbrögð félagsins fannst mér ótrúleg. Félagið sendi frá sér afar fallega kveðju og leikmenn spiluðu með sorgarbönd fyrir pabba,“ segir Emil en stuðningsmannasveit landsliðsins, Tólfan, heiðraði einnig minningu Hallfreðs með gjöf. „Það þótti mér einstakt líka. Allt þetta var fallegt og styrkjandi og veitti mér bæði huggun og gleði.“ Emil sneri aftur til Ítalíu fyrir leik Hellas Verona gegn Cagliari á laugardaginn. Hann kom inn á sem varamaður og lagði upp sigurmarkið í 1-0 sigri. „Þegar ég labbaði út af eftir leikinn kölluðu allir stuðningsmennirnir nafnið mitt. Þá báru tilfinningarnar mig ofurliði og ég brast í grát,“ segir Emil. „Mér kom margt til hugar eftir leikinn enda hafði ég það að vana að hringja alltaf í kallinn eftir leik til að gera hann upp. Það var því ekkert símtal að þessu sinni.“vísir/getty Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil skoraði fyrsta markið í átta marka leik Emil Hallfreðsson skoraði fyrsta markið þegar Hellas Verona tapaði 6-2 fyrir Napoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. 26. október 2014 18:59 Emil: Fyrir mér er Guð enn raunverulegri en áður Vðbrögð knattspyrnuheimsins við fráfalli föður hans komu Emil Hallfreðssyni á óvart. Hann brast í grát þegar áhorfendur á Ítalíu kölluðu nafn hans. 9. október 2014 07:00 Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba Tólfan færði landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni treyju til minningar um föður hans. 7. október 2014 22:45 Hjartnæm skilaboð Emils Emil Hallfreðsson segir að samúðarkveðjurnar hafi hjálpað til. 6. október 2014 11:09 Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik "Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis. 13. október 2014 21:34 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Emil Hallfreðsson trylltist af gleði og virtist hreinlega tárast er hann skoraði eftir aðeins 25 sekúndur í leik í dag. Hann kom þá liði sínu, Hellas Verona, yfir gegn Napoli í ítalska boltanum. Því miður fyrir Emil og félaga hans þá reyndist glæsimark Emils vera skammgóður vermir því Verona tapaði leiknum, 6-2. Emil missti föður sinn á dögunum og tileinkaði honum augljóslega markið. Emil öskraði, horfði og benti til himins. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis að loknum fræknum sigri á Hollandi. Þá átti hann frábæran leik rétt eins og gegn Lettlandi. Hann skilaði sínu og rúmlega það fyrir landsliðið er hann gekk í gegnum erfiða tíma.Gleðin leyndi sér ekki.vísir/gettyEmil hefur verið mjög opinskár og einlægur við fjölmiðla eftir að faðir hans féll frá. Þetta sagði hann fyrir leikinn gegn Lettum. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en viðbrögð félagsins fannst mér ótrúleg. Félagið sendi frá sér afar fallega kveðju og leikmenn spiluðu með sorgarbönd fyrir pabba,“ segir Emil en stuðningsmannasveit landsliðsins, Tólfan, heiðraði einnig minningu Hallfreðs með gjöf. „Það þótti mér einstakt líka. Allt þetta var fallegt og styrkjandi og veitti mér bæði huggun og gleði.“ Emil sneri aftur til Ítalíu fyrir leik Hellas Verona gegn Cagliari á laugardaginn. Hann kom inn á sem varamaður og lagði upp sigurmarkið í 1-0 sigri. „Þegar ég labbaði út af eftir leikinn kölluðu allir stuðningsmennirnir nafnið mitt. Þá báru tilfinningarnar mig ofurliði og ég brast í grát,“ segir Emil. „Mér kom margt til hugar eftir leikinn enda hafði ég það að vana að hringja alltaf í kallinn eftir leik til að gera hann upp. Það var því ekkert símtal að þessu sinni.“vísir/getty
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil skoraði fyrsta markið í átta marka leik Emil Hallfreðsson skoraði fyrsta markið þegar Hellas Verona tapaði 6-2 fyrir Napoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. 26. október 2014 18:59 Emil: Fyrir mér er Guð enn raunverulegri en áður Vðbrögð knattspyrnuheimsins við fráfalli föður hans komu Emil Hallfreðssyni á óvart. Hann brast í grát þegar áhorfendur á Ítalíu kölluðu nafn hans. 9. október 2014 07:00 Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba Tólfan færði landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni treyju til minningar um föður hans. 7. október 2014 22:45 Hjartnæm skilaboð Emils Emil Hallfreðsson segir að samúðarkveðjurnar hafi hjálpað til. 6. október 2014 11:09 Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik "Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis. 13. október 2014 21:34 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Emil skoraði fyrsta markið í átta marka leik Emil Hallfreðsson skoraði fyrsta markið þegar Hellas Verona tapaði 6-2 fyrir Napoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. 26. október 2014 18:59
Emil: Fyrir mér er Guð enn raunverulegri en áður Vðbrögð knattspyrnuheimsins við fráfalli föður hans komu Emil Hallfreðssyni á óvart. Hann brast í grát þegar áhorfendur á Ítalíu kölluðu nafn hans. 9. október 2014 07:00
Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba Tólfan færði landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni treyju til minningar um föður hans. 7. október 2014 22:45
Hjartnæm skilaboð Emils Emil Hallfreðsson segir að samúðarkveðjurnar hafi hjálpað til. 6. október 2014 11:09
Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik "Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis. 13. október 2014 21:34