Emil horfði til föður síns á himnum er hann fagnaði 26. október 2014 21:46 Emil öskrar til himins. Markið hans var einstaklega glæsilegt. vísir/getty Emil Hallfreðsson trylltist af gleði og virtist hreinlega tárast er hann skoraði eftir aðeins 25 sekúndur í leik í dag. Hann kom þá liði sínu, Hellas Verona, yfir gegn Napoli í ítalska boltanum. Því miður fyrir Emil og félaga hans þá reyndist glæsimark Emils vera skammgóður vermir því Verona tapaði leiknum, 6-2. Emil missti föður sinn á dögunum og tileinkaði honum augljóslega markið. Emil öskraði, horfði og benti til himins. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis að loknum fræknum sigri á Hollandi. Þá átti hann frábæran leik rétt eins og gegn Lettlandi. Hann skilaði sínu og rúmlega það fyrir landsliðið er hann gekk í gegnum erfiða tíma.Gleðin leyndi sér ekki.vísir/gettyEmil hefur verið mjög opinskár og einlægur við fjölmiðla eftir að faðir hans féll frá. Þetta sagði hann fyrir leikinn gegn Lettum. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en viðbrögð félagsins fannst mér ótrúleg. Félagið sendi frá sér afar fallega kveðju og leikmenn spiluðu með sorgarbönd fyrir pabba,“ segir Emil en stuðningsmannasveit landsliðsins, Tólfan, heiðraði einnig minningu Hallfreðs með gjöf. „Það þótti mér einstakt líka. Allt þetta var fallegt og styrkjandi og veitti mér bæði huggun og gleði.“ Emil sneri aftur til Ítalíu fyrir leik Hellas Verona gegn Cagliari á laugardaginn. Hann kom inn á sem varamaður og lagði upp sigurmarkið í 1-0 sigri. „Þegar ég labbaði út af eftir leikinn kölluðu allir stuðningsmennirnir nafnið mitt. Þá báru tilfinningarnar mig ofurliði og ég brast í grát,“ segir Emil. „Mér kom margt til hugar eftir leikinn enda hafði ég það að vana að hringja alltaf í kallinn eftir leik til að gera hann upp. Það var því ekkert símtal að þessu sinni.“vísir/getty Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil skoraði fyrsta markið í átta marka leik Emil Hallfreðsson skoraði fyrsta markið þegar Hellas Verona tapaði 6-2 fyrir Napoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. 26. október 2014 18:59 Emil: Fyrir mér er Guð enn raunverulegri en áður Vðbrögð knattspyrnuheimsins við fráfalli föður hans komu Emil Hallfreðssyni á óvart. Hann brast í grát þegar áhorfendur á Ítalíu kölluðu nafn hans. 9. október 2014 07:00 Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba Tólfan færði landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni treyju til minningar um föður hans. 7. október 2014 22:45 Hjartnæm skilaboð Emils Emil Hallfreðsson segir að samúðarkveðjurnar hafi hjálpað til. 6. október 2014 11:09 Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik "Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis. 13. október 2014 21:34 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Emil Hallfreðsson trylltist af gleði og virtist hreinlega tárast er hann skoraði eftir aðeins 25 sekúndur í leik í dag. Hann kom þá liði sínu, Hellas Verona, yfir gegn Napoli í ítalska boltanum. Því miður fyrir Emil og félaga hans þá reyndist glæsimark Emils vera skammgóður vermir því Verona tapaði leiknum, 6-2. Emil missti föður sinn á dögunum og tileinkaði honum augljóslega markið. Emil öskraði, horfði og benti til himins. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis að loknum fræknum sigri á Hollandi. Þá átti hann frábæran leik rétt eins og gegn Lettlandi. Hann skilaði sínu og rúmlega það fyrir landsliðið er hann gekk í gegnum erfiða tíma.Gleðin leyndi sér ekki.vísir/gettyEmil hefur verið mjög opinskár og einlægur við fjölmiðla eftir að faðir hans féll frá. Þetta sagði hann fyrir leikinn gegn Lettum. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en viðbrögð félagsins fannst mér ótrúleg. Félagið sendi frá sér afar fallega kveðju og leikmenn spiluðu með sorgarbönd fyrir pabba,“ segir Emil en stuðningsmannasveit landsliðsins, Tólfan, heiðraði einnig minningu Hallfreðs með gjöf. „Það þótti mér einstakt líka. Allt þetta var fallegt og styrkjandi og veitti mér bæði huggun og gleði.“ Emil sneri aftur til Ítalíu fyrir leik Hellas Verona gegn Cagliari á laugardaginn. Hann kom inn á sem varamaður og lagði upp sigurmarkið í 1-0 sigri. „Þegar ég labbaði út af eftir leikinn kölluðu allir stuðningsmennirnir nafnið mitt. Þá báru tilfinningarnar mig ofurliði og ég brast í grát,“ segir Emil. „Mér kom margt til hugar eftir leikinn enda hafði ég það að vana að hringja alltaf í kallinn eftir leik til að gera hann upp. Það var því ekkert símtal að þessu sinni.“vísir/getty
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Emil skoraði fyrsta markið í átta marka leik Emil Hallfreðsson skoraði fyrsta markið þegar Hellas Verona tapaði 6-2 fyrir Napoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. 26. október 2014 18:59 Emil: Fyrir mér er Guð enn raunverulegri en áður Vðbrögð knattspyrnuheimsins við fráfalli föður hans komu Emil Hallfreðssyni á óvart. Hann brast í grát þegar áhorfendur á Ítalíu kölluðu nafn hans. 9. október 2014 07:00 Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba Tólfan færði landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni treyju til minningar um föður hans. 7. október 2014 22:45 Hjartnæm skilaboð Emils Emil Hallfreðsson segir að samúðarkveðjurnar hafi hjálpað til. 6. október 2014 11:09 Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik "Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis. 13. október 2014 21:34 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Emil skoraði fyrsta markið í átta marka leik Emil Hallfreðsson skoraði fyrsta markið þegar Hellas Verona tapaði 6-2 fyrir Napoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. 26. október 2014 18:59
Emil: Fyrir mér er Guð enn raunverulegri en áður Vðbrögð knattspyrnuheimsins við fráfalli föður hans komu Emil Hallfreðssyni á óvart. Hann brast í grát þegar áhorfendur á Ítalíu kölluðu nafn hans. 9. október 2014 07:00
Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba Tólfan færði landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni treyju til minningar um föður hans. 7. október 2014 22:45
Hjartnæm skilaboð Emils Emil Hallfreðsson segir að samúðarkveðjurnar hafi hjálpað til. 6. október 2014 11:09
Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik "Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann Vísis. 13. október 2014 21:34