Fótbolti

Viðar Örn blóðroðnaði í norsku sjónvarpi

Mynd/VGTV
Kveðjumyndband Viðars Arnar Kjartanssonar var spilað í þekktum fótboltaþætti í Noregi á dögunum.

Viðar Örn hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Vålerenga en í kvöld skoraði hann bæði mörkin í 2-2 jafntefli gegn Start.

Hann er nú kominn með tíu mörk í níu leikjum og hefur skorað tvöfalt fleiri mörk en næstu menn. Viðar Örn hefur vakið verðskuldaða athygli í Noregi og var gestur í þættinum Foppall á VG TV.

Þar var dregið fram myndband sem vinir og ættingjar Viðars Arnar tóku saman fyrir kveðjuhóf hans sem var haldið áður en hann hélt utan til Noregs í upphafi ársins.

Þar kenndi ýmissa grasa eins og sjá má hér fyrir neðan, eins og gömul afrek á fótboltavellinum og tilraunir ungs drengs til að syngja Livin' La Vida Loca eftir Ricky Martin.

Innslagið sem sjá má á heimasíðu VG TV er stórskemmtilegt og þar má sjá hvernig Viðar Örn bregst við því að sjá sjálfan sig - beran að ofan - syngja og dansa fyrir allra augum.


Tengdar fréttir

Tíu mörk í níu leikjum

Viðar Örn Kjartansson hefur skorað tvöfalt fleiri mörk en næstu menn í norsku úrvalsdeildinni.

Viðar: Menn hafa mikla trú á mér hérna

Framherjinn Viðar Örn Kjartansson mun í dag skrifa undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Vålerenga. Hann kemur til félagsins frá Fylki.

Viðar búinn að skrifa undir hjá Vålerenga

Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun þá átti Viðar Örn Kjartansson að skrifa undir samning við norska liðið Vålerenga í dag. Það hefur hann nú gert.

Viðar er nú kallaður syngjandi senterinn í VIF

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson var einn af þremur markakóngum Pepsi-deildar karla í fótbolta síðasta sumar og samdi í kjölfarið við norska úrvalsdeildarliðið Vålerenga.

Viðar Örn markahæstur í Noregi

Viðar Örn Kjartansson hefur slegið í gegn hjá norska liðinu Vålerenga og er markahæsti leikmaður norsku deildarinnar með sex mörk í sex fyrstu leikjum sínum með liðinu í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×