Íslendingar frekar umburðarlyndir í garð múslima Bjarki Ármannsson skrifar 29. október 2014 07:00 Bænastund hjá Félagi múslima á Íslandi. Vísir/Vilhelm „Þó maður sé að fjalla um þessa fordóma eða andúð, þá má ekki gleyma því að það voru, held ég, fleiri sem studdu þetta og voru andsnúnir þessum mótmælum. Það sést til dæmis á örlögum þessara tveggja kvenna sem lentu í ráðhúsinu, það vill enginn snerta þær með töngum.“ Þetta segir Kristján Þór Sigurðsson, doktorsnemi í mannfræði við Háskóla Íslands, sem flytur í vikunni erindi um þá orðræðu sem fram fór hér á landi vegna „moskumálsins“ svokallaða í aðdraganda síðustu sveitarstjórnakosninga. Þá lét Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, þau orð falla í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð sem úthlutuð hafði verið til byggingu mosku fyrir Félag múslima.Fyrirsjáanleg orðræða „Erindið fjallar ekki beint um þetta moskumál,“ segir Kristján. „En ég nota það sem svona útgangspunkt til að tala um það sem þetta mál snýst kannski í raun og veru um, það sem kallað er íslamófíbía.“ Kristján eyddi nokkrum árum í að afla sér upplýsinga um samfélag múslima á Íslandi fyrir doktorsritgerð sína en vettvangsrannsókn hans var að mestu lokið þegar ummæli Sveinbjargar rötuðu í fjölmiðla. Þá tók hann saman og skoðaði allar þær upplýsingar sem hann fann á netinu, bæði á fréttamiðlum og samskiptamiðlum, um málið. Hann segir orðræðu Íslendinga um fyrirhugaða byggingu mosku um margt nokkuð fyrirsjáanlega, miðað við svipuð tilfelli úr öðrum löndum. „Það hefur komið fyrir að þegar svona bygging á að rísa að alls konar öfl fari í gang sem eru á móti þessu og líka margir sem eru með þessu,“ segir Kristján. „Það má ekki gleymast og hér á Íslandi í fyrra held ég að það hafi verið fleiri sem stóðu með byggingu moskunnar en voru á móti henni. Það má ekki gleyma þessu og það má, finnst mér, gefa Íslendingum plús fyrir þetta.“Fámennur hópur mótmælir Hann segir „fámennan hóp“ hafa að mestu staðið að því að mótmæla byggingu moskunnar og að sá hópur endurspegli ekki skoðanir almennings. Máli sínu til stuðnings vísar hann í rannsókn sem unnin var af Bjarneyju Friðriksdóttur, doktorsnema í Evrópulöggjöf nú í ár um hatursorðræðu á netinu. Bjarney komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að „fyrir hver fordómafull ummæli þar sem settar eru fram alhæfingar um hópa fólks byggt á staðalmyndum séu að jafnaði 2-3 ummæli þar sem þeim er svarað með rökum og upplýsingum.“ „Nú er ég kannski ekki alveg hlutlaus, ég er búinn að vinna þetta verkefni í nokkur ár og kynnst fólki, en ég er ekkert óánægður með afstöðu Íslendinga í þessu máli. Ekki frekar en til dæmis gagnvart samkynhneigðum. Að mörgu leyti getum við kannski ályktað að Íslendingar séu frekar umburðarlyndir.“ Kristján Þór flytur erindið Moskumálið 2013: Ótti og andúð gegn byggingu mosku á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn við Háskóla Íslands nú á föstudag. Tengdar fréttir Sveinbjörg efast um niðurstöður greiningar á hatursorðræðu Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir vinnubrögðin við rannsóknina ómarktæk. 21. ágúst 2014 19:32 Rúmlega fjörutíu prósent andvíg byggingu mosku Meirihluti er hlynntur því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi en MMR kannaði á dögunum afstöðu Íslendinga til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi. 8. október 2014 14:12 „Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12 Hatursfull umræða gegn múslimum Þeir sem tjá sig steypa öllum múslimum í sama form og svo virðist sem ótti ríki við uppgang múslima í heiminum. 5. júní 2014 00:01 Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Ný greining segir að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 12. ágúst 2014 15:20 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Varaþingmaður Framsóknar hættir vegna moskumálsins Þorsteinn Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki hafa tekið á moskumálinu með nógu afgerandi hætti. "Verða orð hans vart skilin öðruvísi en hann hafi ekkert við umræddan málflutning framboðsins að athuga.“ 17. júlí 2014 14:38 Fólk gangi í félag múslima í mótmælaskyni Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, segist finna fyrir auknum áhuga á Félagi múslima á Íslandi. 10. júní 2014 07:00 „Þessi moska kemur aldrei til með að rísa!“ Lögregla hefur lokað Svínshausamálinu. Sverrir Agnarsson telur lögreglu ekki hafa haft nokkurn áhuga á að leysa málið en sá sem gaf sig fram á sínum tíma hótar frekari aðgerðum og segir þungavigtarmenn að baki; lögmenn og lögreglumenn. 5. júní 2014 10:42 Kennari á Akureyri undir smásjá vegna meints múslimahaturs Elías Þorsteinsson kennari segir vegið að tjáningarfrelsi sínu. 12. júní 2014 10:03 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
„Þó maður sé að fjalla um þessa fordóma eða andúð, þá má ekki gleyma því að það voru, held ég, fleiri sem studdu þetta og voru andsnúnir þessum mótmælum. Það sést til dæmis á örlögum þessara tveggja kvenna sem lentu í ráðhúsinu, það vill enginn snerta þær með töngum.“ Þetta segir Kristján Þór Sigurðsson, doktorsnemi í mannfræði við Háskóla Íslands, sem flytur í vikunni erindi um þá orðræðu sem fram fór hér á landi vegna „moskumálsins“ svokallaða í aðdraganda síðustu sveitarstjórnakosninga. Þá lét Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, þau orð falla í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð sem úthlutuð hafði verið til byggingu mosku fyrir Félag múslima.Fyrirsjáanleg orðræða „Erindið fjallar ekki beint um þetta moskumál,“ segir Kristján. „En ég nota það sem svona útgangspunkt til að tala um það sem þetta mál snýst kannski í raun og veru um, það sem kallað er íslamófíbía.“ Kristján eyddi nokkrum árum í að afla sér upplýsinga um samfélag múslima á Íslandi fyrir doktorsritgerð sína en vettvangsrannsókn hans var að mestu lokið þegar ummæli Sveinbjargar rötuðu í fjölmiðla. Þá tók hann saman og skoðaði allar þær upplýsingar sem hann fann á netinu, bæði á fréttamiðlum og samskiptamiðlum, um málið. Hann segir orðræðu Íslendinga um fyrirhugaða byggingu mosku um margt nokkuð fyrirsjáanlega, miðað við svipuð tilfelli úr öðrum löndum. „Það hefur komið fyrir að þegar svona bygging á að rísa að alls konar öfl fari í gang sem eru á móti þessu og líka margir sem eru með þessu,“ segir Kristján. „Það má ekki gleymast og hér á Íslandi í fyrra held ég að það hafi verið fleiri sem stóðu með byggingu moskunnar en voru á móti henni. Það má ekki gleyma þessu og það má, finnst mér, gefa Íslendingum plús fyrir þetta.“Fámennur hópur mótmælir Hann segir „fámennan hóp“ hafa að mestu staðið að því að mótmæla byggingu moskunnar og að sá hópur endurspegli ekki skoðanir almennings. Máli sínu til stuðnings vísar hann í rannsókn sem unnin var af Bjarneyju Friðriksdóttur, doktorsnema í Evrópulöggjöf nú í ár um hatursorðræðu á netinu. Bjarney komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að „fyrir hver fordómafull ummæli þar sem settar eru fram alhæfingar um hópa fólks byggt á staðalmyndum séu að jafnaði 2-3 ummæli þar sem þeim er svarað með rökum og upplýsingum.“ „Nú er ég kannski ekki alveg hlutlaus, ég er búinn að vinna þetta verkefni í nokkur ár og kynnst fólki, en ég er ekkert óánægður með afstöðu Íslendinga í þessu máli. Ekki frekar en til dæmis gagnvart samkynhneigðum. Að mörgu leyti getum við kannski ályktað að Íslendingar séu frekar umburðarlyndir.“ Kristján Þór flytur erindið Moskumálið 2013: Ótti og andúð gegn byggingu mosku á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn við Háskóla Íslands nú á föstudag.
Tengdar fréttir Sveinbjörg efast um niðurstöður greiningar á hatursorðræðu Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir vinnubrögðin við rannsóknina ómarktæk. 21. ágúst 2014 19:32 Rúmlega fjörutíu prósent andvíg byggingu mosku Meirihluti er hlynntur því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi en MMR kannaði á dögunum afstöðu Íslendinga til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi. 8. október 2014 14:12 „Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12 Hatursfull umræða gegn múslimum Þeir sem tjá sig steypa öllum múslimum í sama form og svo virðist sem ótti ríki við uppgang múslima í heiminum. 5. júní 2014 00:01 Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Ný greining segir að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 12. ágúst 2014 15:20 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Varaþingmaður Framsóknar hættir vegna moskumálsins Þorsteinn Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki hafa tekið á moskumálinu með nógu afgerandi hætti. "Verða orð hans vart skilin öðruvísi en hann hafi ekkert við umræddan málflutning framboðsins að athuga.“ 17. júlí 2014 14:38 Fólk gangi í félag múslima í mótmælaskyni Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, segist finna fyrir auknum áhuga á Félagi múslima á Íslandi. 10. júní 2014 07:00 „Þessi moska kemur aldrei til með að rísa!“ Lögregla hefur lokað Svínshausamálinu. Sverrir Agnarsson telur lögreglu ekki hafa haft nokkurn áhuga á að leysa málið en sá sem gaf sig fram á sínum tíma hótar frekari aðgerðum og segir þungavigtarmenn að baki; lögmenn og lögreglumenn. 5. júní 2014 10:42 Kennari á Akureyri undir smásjá vegna meints múslimahaturs Elías Þorsteinsson kennari segir vegið að tjáningarfrelsi sínu. 12. júní 2014 10:03 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Sveinbjörg efast um niðurstöður greiningar á hatursorðræðu Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir vinnubrögðin við rannsóknina ómarktæk. 21. ágúst 2014 19:32
Rúmlega fjörutíu prósent andvíg byggingu mosku Meirihluti er hlynntur því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi en MMR kannaði á dögunum afstöðu Íslendinga til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi. 8. október 2014 14:12
„Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12
Hatursfull umræða gegn múslimum Þeir sem tjá sig steypa öllum múslimum í sama form og svo virðist sem ótti ríki við uppgang múslima í heiminum. 5. júní 2014 00:01
Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Ný greining segir að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. 12. ágúst 2014 15:20
„Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01
Varaþingmaður Framsóknar hættir vegna moskumálsins Þorsteinn Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson ekki hafa tekið á moskumálinu með nógu afgerandi hætti. "Verða orð hans vart skilin öðruvísi en hann hafi ekkert við umræddan málflutning framboðsins að athuga.“ 17. júlí 2014 14:38
Fólk gangi í félag múslima í mótmælaskyni Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, segist finna fyrir auknum áhuga á Félagi múslima á Íslandi. 10. júní 2014 07:00
„Þessi moska kemur aldrei til með að rísa!“ Lögregla hefur lokað Svínshausamálinu. Sverrir Agnarsson telur lögreglu ekki hafa haft nokkurn áhuga á að leysa málið en sá sem gaf sig fram á sínum tíma hótar frekari aðgerðum og segir þungavigtarmenn að baki; lögmenn og lögreglumenn. 5. júní 2014 10:42
Kennari á Akureyri undir smásjá vegna meints múslimahaturs Elías Þorsteinsson kennari segir vegið að tjáningarfrelsi sínu. 12. júní 2014 10:03
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels