Innlent

Rúmlega fjörutíu prósent andvíg byggingu mosku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Meirihluti var hlynntur því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi.
Meirihluti var hlynntur því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi.
Meirihluti landsmanna er hlynntur því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi. MMR kannaði á dögunum afstöðu Íslendinga til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi.Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 64,4% vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar en 9,5% voru því andvíg. Hins vegar voru skiptar skoðanir á því hvort að önnur trúfélög ættu að fá að byggja trúarbyggingar á Íslandi.Þannig sögðust 49,2% vera fylgjandi því að Ásatrúarfélagið fái að byggja, 36,5% voru fylgjandi því að Búddistafélagið fái að byggja, 31% voru fylgjandi því að Rússneska Rétttrúnaðarkirkjan fái leyfi og 29,7% voru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fái að reisa sér hús á Íslandi.Mun færri sögðust andvígir því að Þjóðkirkjan fengi að byggja trúarbyggingar en Félag múslima á Íslandi.Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 9,5% vera andvíg því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi, borið saman við að 42,4% sögðust andvíg því að Félag múslima fengi það.

mynd/mmr
Spurt var: „Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að eftirfarandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi? 

-með trúarbyggingum er átt við byggingar svo sem moskur, hof, kirkjur og musteri.“

Svarmöguleikar voru: Mjög andvíg(ur), Frekar andvíg(ur), Hvorki né, Frekar fylgjandi, Mjög fylgjandi og Veit ekki/vil ekki svara.Samtals tóku 92,4% afstöðu til spurningarinnar (þ.e. tóku afstöðu til amk. eins trúfélags)Þegar afstaða til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi var skoðuð eftir stuðningi við stjórnmálaflokka komu ljós skiptar skoðanir á milli fylgjenda mismunandi stjórnmálaflokka. Þannig benda niðurstöðurnar til þess að þeir sem styðja Framsóknar og Sjálfstæðisflokkinn geri frekar greinarmun á Þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum en þeir sem styðja aðra flokka. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Framsóknarflokkinn sögðust 79,2% vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi en 15,3% voru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbygginar á Íslandi. Meðal Sjálfstæðismanna sögðust 67,0% vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fái að reisa trúarbyggingar á Íslandi og 12,5% voru fylgjandi því Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbyggingar.Til samanburðar sögðust 70,8% þeirra sem studdu Samfylkinguna vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi og 52,6% voru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbyggingar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.