Innlent

„Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ummæli Sveinbjargar um mosku í Reykjavík sprengdu upp kosningabaráttuna. Flokkurinn náði tveimur mönnum í borgarstjórn eftir að hafa mælst fulltrúalaus fram á lokasprettinn.
Ummæli Sveinbjargar um mosku í Reykjavík sprengdu upp kosningabaráttuna. Flokkurinn náði tveimur mönnum í borgarstjórn eftir að hafa mælst fulltrúalaus fram á lokasprettinn. Vísir / Stöð 2
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, segist ekki sjá eftir moskuummælum sínum en að hún hafi verið að tala um lóðaúthlutanir. Hún sé þó á þeirri skoðun að moska sé óþörf í Reykjavík. Þetta segir hún í viðtali við DV í dag.

„Við þurfum svolítið að skoða af hverju það er talað um uppgang múslima í nágrannalöndum okkar. Hvað hefur gerst sem hefur valdið því að þetta er farið að ná undirtökum, sérstaklega með tilliti til réttinda eins og kvenfrelsis sem barist hefur verið fyrir?,“ spyr hún í viðtalinu.

„Samkvæmt stjórnarskrá þá erum við með okkar kirkjur og mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku,“ segir hún og bendir á að það séu tvö bænahús múslíma í Reykjavík. „Það virðist vera þannig að þegar moskur rísa þá er farið að tala um þessi undirtök,“ segir hún.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.