Innlent

Játaði heimilsofbeldi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Brotið átti sér stað í Reykjanesbæ.
Brotið átti sér stað í Reykjanesbæ.
Karlmaður var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir að ráðist á eiginkonu sína í stigagangi í fjölbýlishúsi sem þau búa í. Brotið átti sér stað í Reykjanesbæ í júní á síðasta ári. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn játaði brot sitt.

Málið var þingfest í september á þessu ári og var maðurinn ákærður fyrir að hafa ráðist á eiginkonu sína með þeim afleiðingum að hún hlaut sár, mar og yfirborðsáverka á höfði, auk þess sem hár losnaði af höfði hennar.

Maðurinn hlaut tvo dóma árið 2006 en þeir höfðu ekki áhrif á ákvörðun um refsingu í þessu tilviki. Í dómi hérðasdóms var þess sérstaklega getið að maðurinn hafi játað brot sitt greiðlega og þótti fjögurra mánaða skilorðbundið fangelsi hæfileg refsing, með hliðsjón af því að brotið átt sér stað á heimili hjónanna.

Maðurinn þurfti að greiða allan sakarkostnað málsins, sem voru 32.522 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×