Innlent

Handtekinn fyrir að brjóta og bramla í verslun í Vesturbænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/hari
Talsverður erill var á öllum lögreglustöðvum vegna hávaðaútkalla og annarra ölvunarútkalla í nótt.

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðtöku. Þá fannst smáræði af ætluðum fíkniefnum í bifreið mannsins.

Í morgun var tilkynnt um mann sem reyndi að ryðjast inn í hús í Kópavogi. Tilkynnandi sagði manninn hafa hótunum en hafði tekist að koma manninum út. Skömmu síðar var hinn grunaði handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu og verður hann yfirheyrður síðar í dag.

Á þriðja tímanum í nótt var ökumanni veitt eftirför en hann stöðvaði ekki þegar lögregla gaf ljós og hljóðmerki. Stuttu síðar fannst biðreiðin mannlaus. Skömmu síðar og skammt frá bifreiðinni náðist eigandi bifreiðarinnar og félagi hans, þeir voru færðir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir eftir blóðtöku og verða þeir yfirheyrðir síðar í dag.

Lögreglunni barst tilkynning um aðila sem væri að brjóta og bramla í verslun í Vesturbænum. Hann handtekinn og vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×