Innlent

Fleiri skrá sig úr Þjóðkirkjunni en í hana

Bjarki Ármannsson skrifar
Fleiri yfirgefa Þjóðkirkjuna en eru skráðir í hana.
Fleiri yfirgefa Þjóðkirkjuna en eru skráðir í hana. Vísir/Getty
Fyrir hvern þann Íslending sem fæðst hefur inn í Þjóðkirkjuna síðastliðin fjögur ár hefur rúmlega einn sagt sig úr henni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár um trúfélagsbreytingar. Þá gengu 636 manns úr kirkjunni á tímabilinu 1. júlí til 30. september í ár en aðeins 94 nýir meðlimir voru skráðir.

Kjarninn greindi fyrst frá. Vöxtur var hjá öðrum trúfélögum, hjá fríkirkjunum þremur og hjá lífsskoðunarfélaginu Siðmennt. Langflestir þeirra sem skipt hafa um trúfélög undanfarin ár hafa þó skráð sig utan trúfélags.

Alls skiptu 17.607 einstaklingar um trúfélag frá apríl 2010 og út september 2014. Þar af voru langflestir að segja sig úr Þjóðkirkjunni, eða 13.145 einstaklingar, en Þjóðkirkjan er að sjálfsögðu langstærsta trúfélagið á landinu. Meðlimir kirkjunnar eru nú 244.440.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×