Gylfi: Ætlum að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2014 18:45 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson gerir allt til þess að vera leikfær fyrir leikinn á móti Hollandi á morgun en hann meiddist á ökkla í upphafi leiks á móti Lettlandi. Gylfi hélt áfram og fór ekki útaf fyrr en að sigurinn var svo gott sem í höfn. „Markmiðið fyrir keppnina var alltaf að taka sex stig í þessum tveimur leikjum en ef að við eigum að vera sanngjarnir þá hefði fjögur stig verið mjög gott. Við áttum frábæran leik á móti Tyrkjum og svo var þetta svona skyldusigur úti á móti Lettunum síðast. Það væri frábært ef að við myndum ná í að minnsta kosti eitt stig á móti Hollendingunum á mánudaginn (morgun)," sagði Gylfi þegar hann hitti blaðamann á Hótel Nordica í dag. Gylfi býst við allt öðrum leik heldur en á móti Lettlandi þar sem íslenska liðið var með boltann nær allan tímann. „Þessi leikur mun eflaust snúast alveg við frá því í leiknum á móti Lettunum. Við eigum eftir að vera þéttir til baka en við ætlum samt að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því," sagði Gylfi. Íslenska liðið hefur fengið sex stig af sex mögulegum og er ekki ennþá búið að fá á sig mark eftir tvo leiki í undankeppni EM. „Allt liðið fær hrós fyrir það hvernig við erum búnir að verjast. Við erum mjög skipulagðir varnarlega og svo vörnin búin að standa fyrir sínu enda búnir að skalla allt frá og hreinsa allt í burtu. Þeir eiga því mikið lof skilið," sagði Gylfi. Framundan er leikur við Holland fyrir framan troðfullar stúkur á Laugardalsvellinum. „Það er búið að vera fullt á Laugardalsvellinum síðustu fimm til sex leikjum og það er mjög mikil stemning á vellinum og áhuginn á landinu fyrir landsliðinu er líka á mikill uppleið og það er mjög jákvætt," sagði Gylfi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30 Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun. 12. október 2014 12:15 Gylfi betri í dag en í gær Meiri líkur á að Gylfi spili gegn Hollandi á mánudag. 11. október 2014 11:30 Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær. 12. október 2014 13:12 Gylfi tileinkaði Emil og fjölskyldu hans sigurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, tileinkaði sigurinn á Lettum í kvöld samherja sínum Emil Hallfreðssyni og fjölskyldu hans. 10. október 2014 23:18 Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann. 12. október 2014 15:05 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson gerir allt til þess að vera leikfær fyrir leikinn á móti Hollandi á morgun en hann meiddist á ökkla í upphafi leiks á móti Lettlandi. Gylfi hélt áfram og fór ekki útaf fyrr en að sigurinn var svo gott sem í höfn. „Markmiðið fyrir keppnina var alltaf að taka sex stig í þessum tveimur leikjum en ef að við eigum að vera sanngjarnir þá hefði fjögur stig verið mjög gott. Við áttum frábæran leik á móti Tyrkjum og svo var þetta svona skyldusigur úti á móti Lettunum síðast. Það væri frábært ef að við myndum ná í að minnsta kosti eitt stig á móti Hollendingunum á mánudaginn (morgun)," sagði Gylfi þegar hann hitti blaðamann á Hótel Nordica í dag. Gylfi býst við allt öðrum leik heldur en á móti Lettlandi þar sem íslenska liðið var með boltann nær allan tímann. „Þessi leikur mun eflaust snúast alveg við frá því í leiknum á móti Lettunum. Við eigum eftir að vera þéttir til baka en við ætlum samt að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því," sagði Gylfi. Íslenska liðið hefur fengið sex stig af sex mögulegum og er ekki ennþá búið að fá á sig mark eftir tvo leiki í undankeppni EM. „Allt liðið fær hrós fyrir það hvernig við erum búnir að verjast. Við erum mjög skipulagðir varnarlega og svo vörnin búin að standa fyrir sínu enda búnir að skalla allt frá og hreinsa allt í burtu. Þeir eiga því mikið lof skilið," sagði Gylfi. Framundan er leikur við Holland fyrir framan troðfullar stúkur á Laugardalsvellinum. „Það er búið að vera fullt á Laugardalsvellinum síðustu fimm til sex leikjum og það er mjög mikil stemning á vellinum og áhuginn á landinu fyrir landsliðinu er líka á mikill uppleið og það er mjög jákvætt," sagði Gylfi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30 Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun. 12. október 2014 12:15 Gylfi betri í dag en í gær Meiri líkur á að Gylfi spili gegn Hollandi á mánudag. 11. október 2014 11:30 Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær. 12. október 2014 13:12 Gylfi tileinkaði Emil og fjölskyldu hans sigurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, tileinkaði sigurinn á Lettum í kvöld samherja sínum Emil Hallfreðssyni og fjölskyldu hans. 10. október 2014 23:18 Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann. 12. október 2014 15:05 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30
Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun. 12. október 2014 12:15
Gylfi betri í dag en í gær Meiri líkur á að Gylfi spili gegn Hollandi á mánudag. 11. október 2014 11:30
Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær. 12. október 2014 13:12
Gylfi tileinkaði Emil og fjölskyldu hans sigurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, tileinkaði sigurinn á Lettum í kvöld samherja sínum Emil Hallfreðssyni og fjölskyldu hans. 10. október 2014 23:18
Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann. 12. október 2014 15:05