Innlent

Safna fyrir kælikörfum sem kæla niður líkama andvana fæddra barna

Stefán Árni Pálsson skrifar
15. október ár hvert er dagur sem tileinkaður er missi á meðgöngu og barnsmissi.
15. október ár hvert er dagur sem tileinkaður er missi á meðgöngu og barnsmissi.
15. október ár hvert er dagur sem tileinkaður er missi á meðgöngu og barnsmissi.

Undanfarin ár hefur styrktarfélagið Gleym-mér-ei haldið minningarstund á þeim degi. Fjölmargir listamenn hafa lagt samtökunum lið.

Að þessu sinni munu munu listamennirnir Valdimar og Reggie Óðins taka þátt í minningarstundinni ásamt prestunum Sr. Pálma Matthíassyni og Sr. Hans Guðbergi Alfreðssyni.

Í tilkynningu frá Gleym-mér-ei hvetja samtökin fólk til þess að mælta í Bústaðarkirkju á miðvikudagskvöld klukkan níu.

„Kveikjum á kerti fyrir litlum englum og eigum hugljúfa stund.“

Gleym-mér-ei mun hefja söfnun þann 15. október á tveimur kælikörfum, en þær kæla niður líkama andvana fæddra barna og gera foreldrum kleift að vera með börnin hjá sér í 48 tíma.

„Okkur langar til þess að gefa þessar kælikörfur á Kvennadeildir LSH og FSA. Kostnaðurinn við körfurnar er 800.000 kr.“



Gleym mér ei styrktarfélag:



Kennitala: 501013-1290

Bankanúmer: 111

Höfuðbók: 26

Reikningsnúmer: 501013

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×