Óttuðust að IS myndi sækja í .is Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2014 11:00 Vísir/AFP „Við höfum enga reynslu í þessu. Það er að segja að við höfum aldrei áður ljáð máls á því að loka síðum vegna innihalds og höfum alltaf bent á það kemur okkur ekki við,“ segir Jens Pétur Jensen framkvæmdastjóri og stjórnarmaður ISNIC. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun, ásamt Aðalheiði Ámundadóttur, en þau ræddu um heimasíðu Íslamska ríkisins sem lokað var í gær. „Við vorum jafn hissa á þessu og aðrir. Að Íslamska ríkið væri með lénið sitt undir .is. Það er reyndar eitthvað sem við höfum óttast vegna skammstöfunarinnar,“ segir Jens. Stjórnarmenn ISNIC ræddu málið í gær og Jens segir að reglur séu til um að þeir sem skráðir séu fyrir .is léni, þurfi að fara eftir íslenskum lögum. Lögfræðingur ISNIC bennti á lagagreinar sem kveða á um að hvers konar aðstoð við hryðjuverkastarfsemi varði við lög. „Þá var eftirleikurinn nokkuð einfaldur,“ segir Jens. Hann veltir þó fyrir sér hvaða bolti fari af stað eftir þessa ákvörðun. „Verður símanúmer ISNIC það fyrsta sem hringt er í ef það á að rífa eitthvað niður á netinu? Það mun aldrei verða á meðan ég er þarna.“ Hann segist engin viðbrögð hafa fengið frá aðstandendum síðunnar. Þá hafi ekki fengist viðbrögð við pósti sem reynt var að koma til þeirra. Fyrir síðunni er skráð símanúmer í Bretlandi sem ekki var svarað í og heimilsfang á vegasjoppu í Nýja Sjálandi. Aðalheiður segir þetta tilvik vera erfitt. „Þeir eru ekki öfundsverðir hjá ISNIC að hafa fengið þetta í fangið.“ Hún lítur þó ekki svo á að lokun ISNIC á síðunni hafi ekki verið ritskoðun. „Vegna þess að við erum ekki að skoða efni á netinu sjálfvirkt til að athuga hvort það þurfi að taka eitthvað niður. Heldur kemur þetta tilvik upp. Einhver uppgötvar að þessi síða er með þessu léni og þá förum við að velta fyrir okkur hvort þessi síða sé með einhverju ólöglegu efni,“ segir Aðalheiður. Hún sagði þó að nauðsynlegt væri að spyrja, hvers konar fordæmi verið væri að setja? „Á að ritskoða og hver á þá að ritskoða? Ég vona innilega að förum ekki að stíga inn á þá braut,“ segir Aðalheiður. „Varðandi þessa síðu og í þessu samhengi þurfum við að þora að taka umræðuna um hatursáróður. Okkur finnst kannski ógeðslegir hlutir á þessari síðu, en við þurfum samt að velta fyrir okkur hvort við eigum að banna það sem okkur finnst ógeðslegt? Eigum við að banna hatur?“ Hægt er að skoða ýmsar tölfræði upplýsingar um íslensk lén á heimasíðu ISNIC. Um einn þriðji eigenda léna eru búsettir erlendis. Tengdar fréttir ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 „Ef Guð leyfir, mun þessi vefsíða snúa fljótt aftur“ Samtökin Íslamskt ríki boða endurkomu fréttasíðunnar khilafah.is sem lokað var fyrir í kvöld. 11. október 2014 23:16 Birgitta: Síðan kemur okkur ekki við ef hún er ekki hýst á Íslandi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og kafteinn Pírata, benti á tilvist síðunnar khilafah.is á Twitter í morgun. Hún segir siðferðislegar spurningar um frjálst net vakna í svona máli. 11. október 2014 18:34 Íslenska IS-síðan komin aftur í gang Khilafah.is, fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, er aftur orðin nothæf þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir hana í gær. 12. október 2014 09:30 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Við höfum enga reynslu í þessu. Það er að segja að við höfum aldrei áður ljáð máls á því að loka síðum vegna innihalds og höfum alltaf bent á það kemur okkur ekki við,“ segir Jens Pétur Jensen framkvæmdastjóri og stjórnarmaður ISNIC. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun, ásamt Aðalheiði Ámundadóttur, en þau ræddu um heimasíðu Íslamska ríkisins sem lokað var í gær. „Við vorum jafn hissa á þessu og aðrir. Að Íslamska ríkið væri með lénið sitt undir .is. Það er reyndar eitthvað sem við höfum óttast vegna skammstöfunarinnar,“ segir Jens. Stjórnarmenn ISNIC ræddu málið í gær og Jens segir að reglur séu til um að þeir sem skráðir séu fyrir .is léni, þurfi að fara eftir íslenskum lögum. Lögfræðingur ISNIC bennti á lagagreinar sem kveða á um að hvers konar aðstoð við hryðjuverkastarfsemi varði við lög. „Þá var eftirleikurinn nokkuð einfaldur,“ segir Jens. Hann veltir þó fyrir sér hvaða bolti fari af stað eftir þessa ákvörðun. „Verður símanúmer ISNIC það fyrsta sem hringt er í ef það á að rífa eitthvað niður á netinu? Það mun aldrei verða á meðan ég er þarna.“ Hann segist engin viðbrögð hafa fengið frá aðstandendum síðunnar. Þá hafi ekki fengist viðbrögð við pósti sem reynt var að koma til þeirra. Fyrir síðunni er skráð símanúmer í Bretlandi sem ekki var svarað í og heimilsfang á vegasjoppu í Nýja Sjálandi. Aðalheiður segir þetta tilvik vera erfitt. „Þeir eru ekki öfundsverðir hjá ISNIC að hafa fengið þetta í fangið.“ Hún lítur þó ekki svo á að lokun ISNIC á síðunni hafi ekki verið ritskoðun. „Vegna þess að við erum ekki að skoða efni á netinu sjálfvirkt til að athuga hvort það þurfi að taka eitthvað niður. Heldur kemur þetta tilvik upp. Einhver uppgötvar að þessi síða er með þessu léni og þá förum við að velta fyrir okkur hvort þessi síða sé með einhverju ólöglegu efni,“ segir Aðalheiður. Hún sagði þó að nauðsynlegt væri að spyrja, hvers konar fordæmi verið væri að setja? „Á að ritskoða og hver á þá að ritskoða? Ég vona innilega að förum ekki að stíga inn á þá braut,“ segir Aðalheiður. „Varðandi þessa síðu og í þessu samhengi þurfum við að þora að taka umræðuna um hatursáróður. Okkur finnst kannski ógeðslegir hlutir á þessari síðu, en við þurfum samt að velta fyrir okkur hvort við eigum að banna það sem okkur finnst ógeðslegt? Eigum við að banna hatur?“ Hægt er að skoða ýmsar tölfræði upplýsingar um íslensk lén á heimasíðu ISNIC. Um einn þriðji eigenda léna eru búsettir erlendis.
Tengdar fréttir ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 „Ef Guð leyfir, mun þessi vefsíða snúa fljótt aftur“ Samtökin Íslamskt ríki boða endurkomu fréttasíðunnar khilafah.is sem lokað var fyrir í kvöld. 11. október 2014 23:16 Birgitta: Síðan kemur okkur ekki við ef hún er ekki hýst á Íslandi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og kafteinn Pírata, benti á tilvist síðunnar khilafah.is á Twitter í morgun. Hún segir siðferðislegar spurningar um frjálst net vakna í svona máli. 11. október 2014 18:34 Íslenska IS-síðan komin aftur í gang Khilafah.is, fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, er aftur orðin nothæf þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir hana í gær. 12. október 2014 09:30 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47
„Ef Guð leyfir, mun þessi vefsíða snúa fljótt aftur“ Samtökin Íslamskt ríki boða endurkomu fréttasíðunnar khilafah.is sem lokað var fyrir í kvöld. 11. október 2014 23:16
Birgitta: Síðan kemur okkur ekki við ef hún er ekki hýst á Íslandi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og kafteinn Pírata, benti á tilvist síðunnar khilafah.is á Twitter í morgun. Hún segir siðferðislegar spurningar um frjálst net vakna í svona máli. 11. október 2014 18:34
Íslenska IS-síðan komin aftur í gang Khilafah.is, fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, er aftur orðin nothæf þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir hana í gær. 12. október 2014 09:30
Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent