Óttuðust að IS myndi sækja í .is Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2014 11:00 Vísir/AFP „Við höfum enga reynslu í þessu. Það er að segja að við höfum aldrei áður ljáð máls á því að loka síðum vegna innihalds og höfum alltaf bent á það kemur okkur ekki við,“ segir Jens Pétur Jensen framkvæmdastjóri og stjórnarmaður ISNIC. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun, ásamt Aðalheiði Ámundadóttur, en þau ræddu um heimasíðu Íslamska ríkisins sem lokað var í gær. „Við vorum jafn hissa á þessu og aðrir. Að Íslamska ríkið væri með lénið sitt undir .is. Það er reyndar eitthvað sem við höfum óttast vegna skammstöfunarinnar,“ segir Jens. Stjórnarmenn ISNIC ræddu málið í gær og Jens segir að reglur séu til um að þeir sem skráðir séu fyrir .is léni, þurfi að fara eftir íslenskum lögum. Lögfræðingur ISNIC bennti á lagagreinar sem kveða á um að hvers konar aðstoð við hryðjuverkastarfsemi varði við lög. „Þá var eftirleikurinn nokkuð einfaldur,“ segir Jens. Hann veltir þó fyrir sér hvaða bolti fari af stað eftir þessa ákvörðun. „Verður símanúmer ISNIC það fyrsta sem hringt er í ef það á að rífa eitthvað niður á netinu? Það mun aldrei verða á meðan ég er þarna.“ Hann segist engin viðbrögð hafa fengið frá aðstandendum síðunnar. Þá hafi ekki fengist viðbrögð við pósti sem reynt var að koma til þeirra. Fyrir síðunni er skráð símanúmer í Bretlandi sem ekki var svarað í og heimilsfang á vegasjoppu í Nýja Sjálandi. Aðalheiður segir þetta tilvik vera erfitt. „Þeir eru ekki öfundsverðir hjá ISNIC að hafa fengið þetta í fangið.“ Hún lítur þó ekki svo á að lokun ISNIC á síðunni hafi ekki verið ritskoðun. „Vegna þess að við erum ekki að skoða efni á netinu sjálfvirkt til að athuga hvort það þurfi að taka eitthvað niður. Heldur kemur þetta tilvik upp. Einhver uppgötvar að þessi síða er með þessu léni og þá förum við að velta fyrir okkur hvort þessi síða sé með einhverju ólöglegu efni,“ segir Aðalheiður. Hún sagði þó að nauðsynlegt væri að spyrja, hvers konar fordæmi verið væri að setja? „Á að ritskoða og hver á þá að ritskoða? Ég vona innilega að förum ekki að stíga inn á þá braut,“ segir Aðalheiður. „Varðandi þessa síðu og í þessu samhengi þurfum við að þora að taka umræðuna um hatursáróður. Okkur finnst kannski ógeðslegir hlutir á þessari síðu, en við þurfum samt að velta fyrir okkur hvort við eigum að banna það sem okkur finnst ógeðslegt? Eigum við að banna hatur?“ Hægt er að skoða ýmsar tölfræði upplýsingar um íslensk lén á heimasíðu ISNIC. Um einn þriðji eigenda léna eru búsettir erlendis. Tengdar fréttir ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 „Ef Guð leyfir, mun þessi vefsíða snúa fljótt aftur“ Samtökin Íslamskt ríki boða endurkomu fréttasíðunnar khilafah.is sem lokað var fyrir í kvöld. 11. október 2014 23:16 Birgitta: Síðan kemur okkur ekki við ef hún er ekki hýst á Íslandi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og kafteinn Pírata, benti á tilvist síðunnar khilafah.is á Twitter í morgun. Hún segir siðferðislegar spurningar um frjálst net vakna í svona máli. 11. október 2014 18:34 Íslenska IS-síðan komin aftur í gang Khilafah.is, fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, er aftur orðin nothæf þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir hana í gær. 12. október 2014 09:30 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
„Við höfum enga reynslu í þessu. Það er að segja að við höfum aldrei áður ljáð máls á því að loka síðum vegna innihalds og höfum alltaf bent á það kemur okkur ekki við,“ segir Jens Pétur Jensen framkvæmdastjóri og stjórnarmaður ISNIC. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun, ásamt Aðalheiði Ámundadóttur, en þau ræddu um heimasíðu Íslamska ríkisins sem lokað var í gær. „Við vorum jafn hissa á þessu og aðrir. Að Íslamska ríkið væri með lénið sitt undir .is. Það er reyndar eitthvað sem við höfum óttast vegna skammstöfunarinnar,“ segir Jens. Stjórnarmenn ISNIC ræddu málið í gær og Jens segir að reglur séu til um að þeir sem skráðir séu fyrir .is léni, þurfi að fara eftir íslenskum lögum. Lögfræðingur ISNIC bennti á lagagreinar sem kveða á um að hvers konar aðstoð við hryðjuverkastarfsemi varði við lög. „Þá var eftirleikurinn nokkuð einfaldur,“ segir Jens. Hann veltir þó fyrir sér hvaða bolti fari af stað eftir þessa ákvörðun. „Verður símanúmer ISNIC það fyrsta sem hringt er í ef það á að rífa eitthvað niður á netinu? Það mun aldrei verða á meðan ég er þarna.“ Hann segist engin viðbrögð hafa fengið frá aðstandendum síðunnar. Þá hafi ekki fengist viðbrögð við pósti sem reynt var að koma til þeirra. Fyrir síðunni er skráð símanúmer í Bretlandi sem ekki var svarað í og heimilsfang á vegasjoppu í Nýja Sjálandi. Aðalheiður segir þetta tilvik vera erfitt. „Þeir eru ekki öfundsverðir hjá ISNIC að hafa fengið þetta í fangið.“ Hún lítur þó ekki svo á að lokun ISNIC á síðunni hafi ekki verið ritskoðun. „Vegna þess að við erum ekki að skoða efni á netinu sjálfvirkt til að athuga hvort það þurfi að taka eitthvað niður. Heldur kemur þetta tilvik upp. Einhver uppgötvar að þessi síða er með þessu léni og þá förum við að velta fyrir okkur hvort þessi síða sé með einhverju ólöglegu efni,“ segir Aðalheiður. Hún sagði þó að nauðsynlegt væri að spyrja, hvers konar fordæmi verið væri að setja? „Á að ritskoða og hver á þá að ritskoða? Ég vona innilega að förum ekki að stíga inn á þá braut,“ segir Aðalheiður. „Varðandi þessa síðu og í þessu samhengi þurfum við að þora að taka umræðuna um hatursáróður. Okkur finnst kannski ógeðslegir hlutir á þessari síðu, en við þurfum samt að velta fyrir okkur hvort við eigum að banna það sem okkur finnst ógeðslegt? Eigum við að banna hatur?“ Hægt er að skoða ýmsar tölfræði upplýsingar um íslensk lén á heimasíðu ISNIC. Um einn þriðji eigenda léna eru búsettir erlendis.
Tengdar fréttir ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 „Ef Guð leyfir, mun þessi vefsíða snúa fljótt aftur“ Samtökin Íslamskt ríki boða endurkomu fréttasíðunnar khilafah.is sem lokað var fyrir í kvöld. 11. október 2014 23:16 Birgitta: Síðan kemur okkur ekki við ef hún er ekki hýst á Íslandi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og kafteinn Pírata, benti á tilvist síðunnar khilafah.is á Twitter í morgun. Hún segir siðferðislegar spurningar um frjálst net vakna í svona máli. 11. október 2014 18:34 Íslenska IS-síðan komin aftur í gang Khilafah.is, fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, er aftur orðin nothæf þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir hana í gær. 12. október 2014 09:30 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47
„Ef Guð leyfir, mun þessi vefsíða snúa fljótt aftur“ Samtökin Íslamskt ríki boða endurkomu fréttasíðunnar khilafah.is sem lokað var fyrir í kvöld. 11. október 2014 23:16
Birgitta: Síðan kemur okkur ekki við ef hún er ekki hýst á Íslandi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og kafteinn Pírata, benti á tilvist síðunnar khilafah.is á Twitter í morgun. Hún segir siðferðislegar spurningar um frjálst net vakna í svona máli. 11. október 2014 18:34
Íslenska IS-síðan komin aftur í gang Khilafah.is, fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, er aftur orðin nothæf þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir hana í gær. 12. október 2014 09:30
Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16