Innlent

„Ef Guð leyfir, mun þessi vefsíða snúa fljótt aftur“

Bjarki Ármannsson skrifar
Skilaboðin á síðunni sem stendur.
Skilaboðin á síðunni sem stendur. Mynd/Skjáskot
„Ef Guð leyfir, mun þessi vefsíða snúa fljótt aftur.“ Þessi skilaboð blasa nú við hverjum þeim sem reynir að skoða vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu IS sem Advania lét loka fyrir fyrr í kvöld.

Birgitta Jónsdóttir þingmaður benti á það á Twitter í dag að síðan væri með íslenskt lén. Á síðunni mátti sjá fréttir, myndir og myndbönd af starfi Íslamska ríkisins sem hefur sölsað undir sig stór landsvæði í Írak og í Sýrlandi með miklu ofbeldi og þjóðernishreinsunum.

Á síðunni er nú einnig vísað á Twitter-síðu sem virðist á vegum samtakanna. Þar segir að OrangeWebsite hafi hýst síðuna en OrangeWebsite er vefþjónusta með gagnabanka hér á landi. 


Tengdar fréttir

Síðu IS lokað af Advania

Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×