Innlent

Íslenska IS-síðan komin aftur í gang

Bjarki Ármannsson skrifar
Á síðunni má sjá fréttir, myndir og myndbönd af starfi Íslamska ríkisins.
Á síðunni má sjá fréttir, myndir og myndbönd af starfi Íslamska ríkisins. Vísir/AP/Skjáskot
Khilafah.is, fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, er aftur orðin nothæf þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir hana í gær. Birgitta Jónsdóttir þingmaður vakti athygli á því á Twitter að síðan er með íslenskt lén en málið ku vera til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneytinu.

Vefhýsirinn Advania lokaði fyrir síðuna í gær en seint í gær birtust skilaboð á lokuðu síðunni þess efnis að hún myndi vonandi brátt snúa aftur. Að sögn talsmanna Advania hýsa samtökin síðuna á Íslandi í gegnum þriðja aðila. Advania hafi látið þann aðila vita í gær af innihaldi síðunnar, sem hafi komið flatt upp á hann. Strax hafi verið ráðist í að loka fyrir síðuna.

Twitter-aðgangur, sem virðist á vegum hryðjuverkasamtakanna, bendir á að síðan sé komin aftur upp og þakkar Guði fyrir. Á síðunni má sjá fréttir, myndir og myndbönd af starfi Íslamska ríkisins sem hefur sölsað undir sig stór landsvæði í Írak og í Sýrlandi með miklu ofbeldi og þjóðernishreinsunum.


Tengdar fréttir

Síðu IS lokað af Advania

Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×