Innlent

ISNIC lokar vef ISIS

Stefán Árni Pálsson skrifar
ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka.
ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka.
ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Khilafah.is, fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, var aftur orðin nothæf í morgun þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir hana í gær.

„Meirihluti stjórnar ákvað þetta nú síðdegis. Ákvörðunin er reist á grundvelli 2. tl. 9. gr. reglna ISNIC um lénaskráningu, þar sem fram kemur að rétthafa léns beri að ábyrgjast að notkun léns sé í samræmi við íslensk lög.“

Lénunum var lokað rétt fyrir kvöldmatarleytið í dag, en nokkrir klukkutímar kunna að líða þar til vefir undir lénunum verða óaðgengilegir um allan heim.

„Um fordæmalausa aðgerð er að ræða, þar sem ISNIC hefur aldrei fyrr lokað léni vegna innihalds vefjar.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×