Gjóður vekur athygli á Siglufirði Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2014 13:39 Steingrímur, áttræður áhugaljósmyndari, sat fyrir fuglinum í fjóra tíma og það borgaði sig. Steingrímur Kristinsson Steingrímur Kristinsson er áttræður, Siglfirðingur í húð og hár og áhugaljósmyndari til sextíu ára. Þannig er að gjóður nokkur hafði komið sér fyrir á Siglufirði og vakið verulega athygli bæjarbúa. Hann veiðir í Holsá og fer svo jafnan með bráð sína, silung, á staur þar sem hann gæðir sér á nýveiddu fiskmetinu. „Ég sat rúma fjóra tíma fyrir honum, beið þangað til hann kom á staurinn þar sem hann er vanur að koma á. Gaman að því. Margir sem vita af þessum stað, hann kemur þarna reglulega, minnsta kosti fjórum sinnum á dag, þangað sem hann kemur með bráð sína. Hann étur mikið. hann er búinn að vera hér nú á þriðju viku. Síðan fyrst sást til hans,“ segir Steingrímur sem hefur lengi fengist við ljósmyndun, hefur tekið myndir daglega í sextíu ár og heldur úti myndarlegri síðu á netinu, sk21.is, þar sem finna má ókjör mynda frá Siglufirði. Fleiri myndir af gjóðnum góða má sjá hér. Steingrímur lætur hvergi deigan síga þó áttræður sé. „Nei, ég hef engan tíma í það.“ Og hann tekur myndir sem aldrei fyrr.Steingrímur Kristinsson lét sig ekki muna um að sitja fyrir fiskierninum í fjóra klukkutíma til að ná góðum myndum.Sóknapresturinn er fuglafræðingur Steingrímur segir mjög gaman að fylgjast með fuglinum sem er frábær veiðifugl og getur, að sögn Steingríms, kafað á allt að tveggja metra dýpi eftir bráð sinni. „Sóknarpresturinn okkar, Sigurður Ægisson, segir að þetta sé kvenfugl en hann er sá fyrsti sem náði góðum myndum af honum, meðal annars á flugi. Hann er fuglafræðingur og þekkir vel til og segir af þessum fugli á siglfirdingur.is.Kristinn Skarphéðinsson er fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og segir um að ræða fugl sem ekki er örn, heldur er hann af sérstakri ætt, gjóðaætt. Og er eini fuglinn í ættinni. Hann var kallaður fiskiörn í gamla daga. Fiskiveiðari. Osprey. „Þetta er ránfugl sem verpir reyndar um allan heim, útbreiddur og flækist hingað stundum, bæði vestan að og austan. Aðallega frá Evrópu. Hér hafa afa náðst fuglar sem voru aldir upp í Skotalandi. Þessi tegund hefur sést hér 20 til 30 í gegnum tíðina og þar af þrír í haust og það er með allra mesta móti á einu ári.“Ofsóttur og við útrýmingu Kristinn segir þessa tegund hafa verið í útrýmingarhættu vegna eituráhrifa í náttúrunni auk þess sem hann var ofsóttur um miðja síðustu öld. „Þessi klassísku vandamál ránfugla. Það þótti mikil frétt þegar fyrsti gjóðurinn verpti svo aftur fyrir um fimmtíu árum, í Skotlandi. Hann er nú flaggskip fyrir náttúruvernd. Fuglinn hefur verið að endurheimta sín fornu óðul og eru í uppgangi víða um heim.“ Glæsilegt er að sjá gjóðinn veiða, og þessi fugl á Siglufirði virðist sannkölluð fyrirsæta. „En, hann gæti verið í slæmum málum, hann á að vera á leið til Afríku, og þyrfti að fara að drífa sig áður en fer að snjóa meira og frysta,“ segir Kristinn hjá Náttúrufræðistofnun. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Steingrímur Kristinsson er áttræður, Siglfirðingur í húð og hár og áhugaljósmyndari til sextíu ára. Þannig er að gjóður nokkur hafði komið sér fyrir á Siglufirði og vakið verulega athygli bæjarbúa. Hann veiðir í Holsá og fer svo jafnan með bráð sína, silung, á staur þar sem hann gæðir sér á nýveiddu fiskmetinu. „Ég sat rúma fjóra tíma fyrir honum, beið þangað til hann kom á staurinn þar sem hann er vanur að koma á. Gaman að því. Margir sem vita af þessum stað, hann kemur þarna reglulega, minnsta kosti fjórum sinnum á dag, þangað sem hann kemur með bráð sína. Hann étur mikið. hann er búinn að vera hér nú á þriðju viku. Síðan fyrst sást til hans,“ segir Steingrímur sem hefur lengi fengist við ljósmyndun, hefur tekið myndir daglega í sextíu ár og heldur úti myndarlegri síðu á netinu, sk21.is, þar sem finna má ókjör mynda frá Siglufirði. Fleiri myndir af gjóðnum góða má sjá hér. Steingrímur lætur hvergi deigan síga þó áttræður sé. „Nei, ég hef engan tíma í það.“ Og hann tekur myndir sem aldrei fyrr.Steingrímur Kristinsson lét sig ekki muna um að sitja fyrir fiskierninum í fjóra klukkutíma til að ná góðum myndum.Sóknapresturinn er fuglafræðingur Steingrímur segir mjög gaman að fylgjast með fuglinum sem er frábær veiðifugl og getur, að sögn Steingríms, kafað á allt að tveggja metra dýpi eftir bráð sinni. „Sóknarpresturinn okkar, Sigurður Ægisson, segir að þetta sé kvenfugl en hann er sá fyrsti sem náði góðum myndum af honum, meðal annars á flugi. Hann er fuglafræðingur og þekkir vel til og segir af þessum fugli á siglfirdingur.is.Kristinn Skarphéðinsson er fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og segir um að ræða fugl sem ekki er örn, heldur er hann af sérstakri ætt, gjóðaætt. Og er eini fuglinn í ættinni. Hann var kallaður fiskiörn í gamla daga. Fiskiveiðari. Osprey. „Þetta er ránfugl sem verpir reyndar um allan heim, útbreiddur og flækist hingað stundum, bæði vestan að og austan. Aðallega frá Evrópu. Hér hafa afa náðst fuglar sem voru aldir upp í Skotalandi. Þessi tegund hefur sést hér 20 til 30 í gegnum tíðina og þar af þrír í haust og það er með allra mesta móti á einu ári.“Ofsóttur og við útrýmingu Kristinn segir þessa tegund hafa verið í útrýmingarhættu vegna eituráhrifa í náttúrunni auk þess sem hann var ofsóttur um miðja síðustu öld. „Þessi klassísku vandamál ránfugla. Það þótti mikil frétt þegar fyrsti gjóðurinn verpti svo aftur fyrir um fimmtíu árum, í Skotlandi. Hann er nú flaggskip fyrir náttúruvernd. Fuglinn hefur verið að endurheimta sín fornu óðul og eru í uppgangi víða um heim.“ Glæsilegt er að sjá gjóðinn veiða, og þessi fugl á Siglufirði virðist sannkölluð fyrirsæta. „En, hann gæti verið í slæmum málum, hann á að vera á leið til Afríku, og þyrfti að fara að drífa sig áður en fer að snjóa meira og frysta,“ segir Kristinn hjá Náttúrufræðistofnun.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira