Segir lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2014 14:45 Forsvarsmenn khilafah.is vonast til þess að geta opnað síðuna aftur. Vísir/Pjetur Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir að ekki hafi verið lokað fyrir lénið khilafah.is á réttum forsendum. „Það hefði verið réttmætt að loka síðunni á þeim forsendum ef reglurnar hefðu boðið upp á það. Að það sé misvísandi að nota .is fyrir Islamic State. Ég hefði skilið það,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segist sömuleiðis skilja viðhorf ISNICs og að það fyrirtæki vilji ekki lenda undir ásökunum um að styðja hryðjuverkasamtök. „Það sem fer hins vegar í taugarnar á mér er að upprunalega þegar léninu var lokað var það gert á þeim forsendum að það bryti í bága laga gegn hatursáróðri. Athugaðu, ekki lög gegn því að sýna morð. Það eru engin lög gegn því að sýna morð.“ Á síðunni var meðal annars hægt að horfa á myndbönd af aftökum IS á gíslum sínum frá Bandaríkjunum og Bretlandi.Lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar „Eins og ég hef margoft bent á, bæði í pontu og fjölmiðlum árum saman, er hættan við lög gegn hatursáróðri sú að hún útilokar nauðsynlegar upplýsingar um ljót mál. Eins og Ríki íslams.“ „Eina leiðin fyrir mig sem borgara eða rannsakanda til að kynna mér Ríki íslams, er að kynna mér gögn sem eru bönnuð. Þetta þýðir að ég er algerlega háður túlkun yfirvalda á fyrirbærinu. Það stemmir ekki við lýðræðissamfélagið,“ segir Helgi og bætir við: „Borgarinn verður að geta haft aðgang að sömu upplýsingum og yfirvöld þegar kemur að því að túlka svona málefni.“ Helgi segist einnig skilja að forsvarsmenn ISNIC hafi fundað sérstaklega og leitað leiða til að losa sig við lénið. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að samkvæmt reglum þurfi sá sem sé með skráð lén á Íslandi að fara eftir íslenskum lögum. „En ef það á í alvöru talað að fara að framfylgja íslenskum lögum í öllum svona málum þá vil ég benda á að það er til dæmis bannað að gera grín að trúarbrögðum á Íslandi. Þannig að ef ég fæ mér gudlast.is, má ég það?“ Hér að neðan má sjá Facebook færslu Helga um málið og tíst frá forsvarsmönnum síðunnar um að vonandi verði hún opnuð aftur. Post by Helgi Hrafn Gunnarsson. Alhamdulillah, @isnic have declined to continue allowing khilafah.is the use of their ccTLD. In'shaa'Allah the website will return soon.— QA.AF (@QA_AF) October 12, 2014 Tengdar fréttir Óttuðust að IS myndi sækja í .is Jens Pétur Jensen frá ISNIC og Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI ræddu um íslenska heimasíðu Íslamska ríkisins í Bítinu í morgun. 13. október 2014 11:00 ISIS uses Icelandic URL - "Something that can't be prevented" The website for the Islamic terrorist organization ISIS is registered in Iceland. The director of ISNIC, the company that handles all Icelandic website registrations, says that it was only a matter of time until ISIS would get a website with a .is ending. 11. október 2014 13:55 Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58 ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. 11. október 2014 13:12 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir að ekki hafi verið lokað fyrir lénið khilafah.is á réttum forsendum. „Það hefði verið réttmætt að loka síðunni á þeim forsendum ef reglurnar hefðu boðið upp á það. Að það sé misvísandi að nota .is fyrir Islamic State. Ég hefði skilið það,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segist sömuleiðis skilja viðhorf ISNICs og að það fyrirtæki vilji ekki lenda undir ásökunum um að styðja hryðjuverkasamtök. „Það sem fer hins vegar í taugarnar á mér er að upprunalega þegar léninu var lokað var það gert á þeim forsendum að það bryti í bága laga gegn hatursáróðri. Athugaðu, ekki lög gegn því að sýna morð. Það eru engin lög gegn því að sýna morð.“ Á síðunni var meðal annars hægt að horfa á myndbönd af aftökum IS á gíslum sínum frá Bandaríkjunum og Bretlandi.Lög gegn hatursáróðri útiloka upplýsingar „Eins og ég hef margoft bent á, bæði í pontu og fjölmiðlum árum saman, er hættan við lög gegn hatursáróðri sú að hún útilokar nauðsynlegar upplýsingar um ljót mál. Eins og Ríki íslams.“ „Eina leiðin fyrir mig sem borgara eða rannsakanda til að kynna mér Ríki íslams, er að kynna mér gögn sem eru bönnuð. Þetta þýðir að ég er algerlega háður túlkun yfirvalda á fyrirbærinu. Það stemmir ekki við lýðræðissamfélagið,“ segir Helgi og bætir við: „Borgarinn verður að geta haft aðgang að sömu upplýsingum og yfirvöld þegar kemur að því að túlka svona málefni.“ Helgi segist einnig skilja að forsvarsmenn ISNIC hafi fundað sérstaklega og leitað leiða til að losa sig við lénið. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að samkvæmt reglum þurfi sá sem sé með skráð lén á Íslandi að fara eftir íslenskum lögum. „En ef það á í alvöru talað að fara að framfylgja íslenskum lögum í öllum svona málum þá vil ég benda á að það er til dæmis bannað að gera grín að trúarbrögðum á Íslandi. Þannig að ef ég fæ mér gudlast.is, má ég það?“ Hér að neðan má sjá Facebook færslu Helga um málið og tíst frá forsvarsmönnum síðunnar um að vonandi verði hún opnuð aftur. Post by Helgi Hrafn Gunnarsson. Alhamdulillah, @isnic have declined to continue allowing khilafah.is the use of their ccTLD. In'shaa'Allah the website will return soon.— QA.AF (@QA_AF) October 12, 2014
Tengdar fréttir Óttuðust að IS myndi sækja í .is Jens Pétur Jensen frá ISNIC og Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI ræddu um íslenska heimasíðu Íslamska ríkisins í Bítinu í morgun. 13. október 2014 11:00 ISIS uses Icelandic URL - "Something that can't be prevented" The website for the Islamic terrorist organization ISIS is registered in Iceland. The director of ISNIC, the company that handles all Icelandic website registrations, says that it was only a matter of time until ISIS would get a website with a .is ending. 11. október 2014 13:55 Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58 ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47 ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. 11. október 2014 13:12 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Óttuðust að IS myndi sækja í .is Jens Pétur Jensen frá ISNIC og Aðalheiður Ámundadóttir frá IMMI ræddu um íslenska heimasíðu Íslamska ríkisins í Bítinu í morgun. 13. október 2014 11:00
ISIS uses Icelandic URL - "Something that can't be prevented" The website for the Islamic terrorist organization ISIS is registered in Iceland. The director of ISNIC, the company that handles all Icelandic website registrations, says that it was only a matter of time until ISIS would get a website with a .is ending. 11. október 2014 13:55
Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58
ISNIC lokar vef ISIS ISNIC hefur ákveðið að loka lénum sem notuð voru fyrir vefsíðu yfirlýstra hryðjuverkasamtaka en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. október 2014 19:47
ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. 11. október 2014 13:12
Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum