Innlent

Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum

Bjarki Ármannsson skrifar
Málefni dómstóla heyra undir innanríkisráðuneytið.
Málefni dómstóla heyra undir innanríkisráðuneytið. Vísir/Valli
Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið sem hýst er hér á landi. Líkt og greint var frá í dag var síðan khilafah.is skráð á Íslandi í síðasta mánuði en síðan er kyrfilega merkt samtökunum sem hafa verið í öllum helstu fjölmiðlum heims síðustu mánuði vegna ofbeldis og þjóðernishreinsana í Írak og Sýrlandi.

Fréttastofa RÚV greinir frá því að málið sé í skoðun hjá ráðuneytinu en Jens Pétur Jenssen, framkvæmdastjóri ISNIC – Internet á Íslandi, sagði í viðtali við Vísi í dag að ekki væri hægt að taka niður lénið nema skráandi hefði gefið upp falskar upplýsingar eða íslenskir dómsstólar úrskurði að svo beri að gera. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×