Innlent

Leitin að skemmtilegasta skafaranum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Getur einhver toppað þessa mynd?
Getur einhver toppað þessa mynd? Vísir/Getty
Að skafa rúðurnar á bílnum, snemma á köldum morgnum, er eitthvað sem fáum þykir sérstaklega skemmtilegt. En það er ákaflega nauðsynlegt að skafa rúðurnar vel, þannig að vel sjáist út um þær – eins og Biggi lögga kemur inn á í myndbandi sem má sjá hér að neðan.

Ritstjórn Vísis langar að hvetja lesendur sína til þess að sjá fegurðina í hversdagsleikanum. Okkur hjá Vísi langar að finna skemmtilegasta skafarann, þann sem skefur á sem frumlegastan hátt. Við hvetjum lesendur okkar að senda inn myndir af sér að skafa í fyrramálið – en spáð er næturfrosti um allt land og því ljóst að sköfurnar verða á lofti á morgun, þegar margir halda til vinnu.

Lesendur geta ýmist sent okkur hjá Vísi í gegnum netfangið ritstjorn@visir.is, eða sett myndina inn sem athugasemd við sérstaka færslu á Facebook-síðu Vísis sem verður tileinkuð þessari athöfn; að skafa bílrúðurnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×