Fótbolti

Óbreytt byrjunarlið hjá Íslandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson er í framlínunni.
Kolbeinn Sigþórsson er í framlínunni. vísir/valli
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í knattspyrnu, ætla ekki að breyta sigurliði, en byrjunarlið Íslands sem mætir Hollandi í kvöld er það sama og hefur byrjað síðustu tvo leiki.

Jón Daði Böðvarsson heldur sæti sínu í framlínu íslenska liðsins eins og Vísir greindi frá fyrr í dag, en margir héldu að Alfreð Finnbogason fengi tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld.

Ísland er er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum og hefur enn ekki fengið á sig mark. Holland er með þrjú stig eftir tvo leiki.

Ísland (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson; Theodór Elmar Bjarnason, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason; Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson; Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sigþórsson.


Tengdar fréttir

Gylfi: Meiri fagmennska hjá KSÍ

Gylfi Þór Sigurðsson er ánægður með þær breytingar sem hafa orðið á íslenska landsliðinu í knattspyrnu.

Kolbeinn: Hef fengið nokkur SMS

Segir að hollenska liðið hljóti að bera virðingu fyrir því íslenska fyrir leikinn í kvöld.

Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

Leitað að besta stuðningsmanni Íslands

Ísland mætir Hollandi í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli í kvöld. Tæplega tíu þúsund eldhressir áhorfendur verða á vellinum. En hver er sá hressasti?

Ragnar: Engin hræðsla hjá okkur

Ragnar Sigurðsson reiknar með því að fá meira að gera í kvöld en í síðustu landsleikjum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×