Fótbolti

„Gylfi er í heimsklassa“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Gylfi Þór Sigurðsson fékk mikið hrós frá landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck á blaðamannafundi eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld. Gylfi skoraði bæði mörkin í mögnuðum sigri.

„Hann býr yfir einstökum hæfileikum sem sóknarmaður en hann er einnig frábær varnarmaður. Hann er einn besti alhliða leikmaður sem ég hef séð og er virkilega góður í báðum þáttum leiksins.“

Sænskur blaðamaður spurði Lagerbäck hvort hann gæti borið hann við leikmann sem hann var með í sænska landsliðinu á sínum tíma. „Ég veit það bara ekki,“ sagði hann eftir stutta þögn. „Kannski Freddie Ljungberg.“

Emil Hallfreðsson hefur einnig átt frábæra leiki með íslenska landsliðinu og var magnaður eins og svo margir aðrir í kvöld. „Hann var einn okkar besti leikmaður í dag og hefur verið virkilega góður í þessum þremur leikjum,“ sagði Lagerbäck.

Jón Daði Böðvarðsson var einnig magnaður í kvöld og uppskar hrós þjálfarans. „Það verður að taka mið af því að hann er enn U-21 leikmaður og fyrir þessa undankeppni hafði hann aðeins spilað nokkra vináttulandsleiki,“ sagði hann.

„Hann er klókur án boltans, bæði í vörn og sókn. Hann tekur allar réttar ákvarðanir og kom með þann kraft sem þurfti til að setja pressu á hollensku varnarmennina. Með smá heppni hefði hann getað skorað í dag.“

„En það væri hægt að ræða um alla leikmenn Íslands í dag. Þetta var frábær liðsframmistaða.“


Tengdar fréttir

Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik

Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum.

Kolbeinn: Gaman fyrir mig að koma á æfingu

"Ég mæti til Hollands með bros á vör. Þetta var frábær sigur,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir 2-0 sigurinn á Hollandi í kvöld.

Gylfi skellti í sig töflum eftir leikinn

"Það er aldrei slæmt að taka þrjú eða sex stig á móti honum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, öðru nafni martröð Robin van Persie.

Birkir Bjarna: Var Robben að spila?

Birkir Bjarnason fiskaði vítaspyrnuna sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr á 10. mínútu. Hann var skiljanlega sáttur eftir sigurinn gegn Hollandi.

Gylfi markahæstur í undankeppninni

Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum.

Jón Daði: Varnarleikurinn var stórkostlegur

"Þetta er alveg frábært, frábær dagur fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem átti magnaðan leik í framlínu Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×