Fótbolti

Gylfi markahæstur í undankeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í kvöld með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í kvöld með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni. vísir/andri marinó
Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum.

Gylfi Þór skoraði tvö á móti Hollendingum í kvöld en hann skoraði einnig í sigrinum á Tyrkjum og Lettum.

Ísraelsmaðurinn Omer Damari og Pólverjinn Robert Lewandowski hafa einnig skorað fjögur mörk eins og Gylfi.

Omer Damari skoraði þrennu á móti Andorra í kvöld og hefur skorað mörkin sín í tveimur leikjum.

Robert Lewandowski skoraði öll sín fjögur mörk í 7-0 sigri Pólverja á Gíbraltar í fyrsta leik liðsins en hann skoraði ekki í næsta leik á móti Þjóðverjum.

Markahæstu menn í undankeppni EM 2016:

4 mörk

Gylfi Sigurðsson, Íslandi

Omer Damari, Ísrael

Robert Lewandowski, Póllandi

3 mörk

Borek Dockal, Tékklandi

Danny Welbeck, Englandi

Robbie Keane, Írlandi

Milivoje Novaković, Slóveníu

Paco Alcácer, Spáni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×