Fótbolti

Gylfi blómstrar sem tía | Pistill

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson nýtir sín nú sem aldrei fyrr, bæði með félagsliði sínu og landsliði. Það sést á leik hans og er undirstrikað með tölfræði sem pistlahöfundurinn Adam Bate dregur fram á vef Sky Sports í dag.

Gylfi sneri aftur til Swansea í sumar eftir tvö ár hjá Tottenham, þar sem hann fékk lítið að spila í sinni stöðu. Garry Monk, stjóri Swansea, lætur hann spila sem fremsta miðjumann - svokallaða tíu - og þar hafur hann blómstrað.

„Gylfi hefur gefið sex stoðsendingar hingað til á tímabilinu. Aðeins Cesc Fabregas er með fleiri af öllum þeim leikmönnum sem spila í bestu fimm deildum Evrópu.“

„Einn annar er með jafn margar stoðsendingar og Gylfi og hann heitir Lionel Messi,“ skrifar Bate í pistli sínum sem má lesa í heildi sinni hér.


Tengdar fréttir

Gylfi skellti í sig töflum eftir leikinn

"Það er aldrei slæmt að taka þrjú eða sex stig á móti honum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, öðru nafni martröð Robin van Persie.

Messan: Gylfi tók bara yfir leikinn á móti Newcastle | Myndband

Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Messunni, Bjarni Guðjónsson og Ríkharður Daðason, fóru yfir frammistöðu íslenska landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar í leik Swansea og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Gylfi markahæstur í undankeppninni

Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×