Þrjátíu störf á Flateyri í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2014 13:08 Artic Oddi hættir bolfiskvinnslu og einbeitir sér alveg að fiskeldi og stefnir á sölu á botnfiskvinnslunni. Takist hún ekki missa um 30 manns vinnuna upp úr áramótum. vísir/anton brink Störf þrjátíu manns á Flateyri eru í mikili óvissu eftir að fiskvinnslu og eldisfyrirtækið Arctic Oddi ákvað að hætta bolfiskvinnslu og einbeita sér algerlega að fiskeldi. Stjórnarformaður fyrirtækisins gagnrýnir óhóflegan tíma sem hann segir taka stjórnvöld að afgreiða umsókn fyrirtækisins um aukið fiskeldi. Tilkynnt var um áform Arctic Odda á fundi með starfsfólki fyrr í dag og jafnframt að leitað yrði eftir kaupendum á botnfiskvinnslu fyrirtækisins. Arctic Oddi hefur stundað fiskvinnslu á Flateyri undanfarin þrjú ár þar sem bæði hefur verið vinnsla á hefðbundnum sjávarafla og eldisafurðum og hafa starfsmenn að jafnaði verið um þrjátíu. Tap hefur hins vegar verið á botnfiskvinnslunni og því segir Sigurður Pétursson stjórnarformaður Arctic Odda að ákveðið hafi verið að hætta þeirri starfsemi og reyna að selja þann hluta fyrirtækisins.Ef það tekst ekki þarf þá að grípa til uppsagna hjá fyrirtækinu?„Já við munum þurfa að grípa til þess ef það tekst ekki. Við erum í rauninni að leita núna leiða til að finna aðra aðila að bolfiskvinnslu félagsins. Við erum búin að reka það með tapi síðustu ár pg það er ekki hluti af kjarnastarfsemi okkar sem er eldisfiskur,“ segir Sigurður. Fyrirtækis sé aftur á móti ekki að fara á hausinn. Um 30 manns starfi að jafnaði í heilsársstarfseminni í kringum botnfiskinn en starfsemin í eldinu er meira árstíðarbundin yfir hörðustu vetrarmánuðina. Sigurður segir að það muni hafa mikil áhrif á Flateyri ef bolfiskvinnslan þar leggst endanlega af. „Það yrði mikið kjaftshögg ef þyrfti til þess að koma. Mikið kjaftshögg. Okkar uppbygging á síðustu árum hefur í rauninni miðað að því að halda úti heilsársvinnslu samhliða eldisfiskinum og þannig séð tekið á okkur það tap sem verið hefur á botnfiskvinnslunni á meðan. En nú er bara svo mikil óvissa í þessum leyfismálum. Hvorki við né önnur fyrirtæki hér á Vestfjörðum hafa fengið nein ný eldisleyfi síðustu tvö til þrjú árin,“ segir Sigurður. Og þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Arctic Oddi er með fiskeldi bæði í Önundarfirði og Dýrafirði og framleiðir nú um fimm til sex hundruð tonn á ári, en þarf að fá að auka eldið til að efla og tryggja starfsemina. Sigurður segir að fyrirtækið geti ekki tekið áhættu með taprekstrinum á botnfiskvinnslunni á meðan ekki liggi fyrir hvort það fái að efla kjarnastarfsemi sína í eldinu. „Eldisvinnslan er árstíðrbundin enn þá á meðan við erum ekki stærri. Við sjáum fram á að ljúka árstíðarbundinni slátrun hjá okkur væntanlega einhvern tíma í byrjun næsta árs, janúar eða febrúar,“ segir Sigurður. Og þá ætti að liggja fyrir hvort segja þurfi starfsfólkinu upp. Sigurður gagnrýnir hversu langn tíma það taki að veita fyrirtækinu leyfi til að auka eldið. Auðvitað þurfi að huga að umhverfismálunum og rannsóknum, það sé fyrirtækinu sjálfu í hag. Hins vegar ætti að hans mati að leyfa Arctic Odda að komast af stað undir varúðarreglu. Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Störf þrjátíu manns á Flateyri eru í mikili óvissu eftir að fiskvinnslu og eldisfyrirtækið Arctic Oddi ákvað að hætta bolfiskvinnslu og einbeita sér algerlega að fiskeldi. Stjórnarformaður fyrirtækisins gagnrýnir óhóflegan tíma sem hann segir taka stjórnvöld að afgreiða umsókn fyrirtækisins um aukið fiskeldi. Tilkynnt var um áform Arctic Odda á fundi með starfsfólki fyrr í dag og jafnframt að leitað yrði eftir kaupendum á botnfiskvinnslu fyrirtækisins. Arctic Oddi hefur stundað fiskvinnslu á Flateyri undanfarin þrjú ár þar sem bæði hefur verið vinnsla á hefðbundnum sjávarafla og eldisafurðum og hafa starfsmenn að jafnaði verið um þrjátíu. Tap hefur hins vegar verið á botnfiskvinnslunni og því segir Sigurður Pétursson stjórnarformaður Arctic Odda að ákveðið hafi verið að hætta þeirri starfsemi og reyna að selja þann hluta fyrirtækisins.Ef það tekst ekki þarf þá að grípa til uppsagna hjá fyrirtækinu?„Já við munum þurfa að grípa til þess ef það tekst ekki. Við erum í rauninni að leita núna leiða til að finna aðra aðila að bolfiskvinnslu félagsins. Við erum búin að reka það með tapi síðustu ár pg það er ekki hluti af kjarnastarfsemi okkar sem er eldisfiskur,“ segir Sigurður. Fyrirtækis sé aftur á móti ekki að fara á hausinn. Um 30 manns starfi að jafnaði í heilsársstarfseminni í kringum botnfiskinn en starfsemin í eldinu er meira árstíðarbundin yfir hörðustu vetrarmánuðina. Sigurður segir að það muni hafa mikil áhrif á Flateyri ef bolfiskvinnslan þar leggst endanlega af. „Það yrði mikið kjaftshögg ef þyrfti til þess að koma. Mikið kjaftshögg. Okkar uppbygging á síðustu árum hefur í rauninni miðað að því að halda úti heilsársvinnslu samhliða eldisfiskinum og þannig séð tekið á okkur það tap sem verið hefur á botnfiskvinnslunni á meðan. En nú er bara svo mikil óvissa í þessum leyfismálum. Hvorki við né önnur fyrirtæki hér á Vestfjörðum hafa fengið nein ný eldisleyfi síðustu tvö til þrjú árin,“ segir Sigurður. Og þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Arctic Oddi er með fiskeldi bæði í Önundarfirði og Dýrafirði og framleiðir nú um fimm til sex hundruð tonn á ári, en þarf að fá að auka eldið til að efla og tryggja starfsemina. Sigurður segir að fyrirtækið geti ekki tekið áhættu með taprekstrinum á botnfiskvinnslunni á meðan ekki liggi fyrir hvort það fái að efla kjarnastarfsemi sína í eldinu. „Eldisvinnslan er árstíðrbundin enn þá á meðan við erum ekki stærri. Við sjáum fram á að ljúka árstíðarbundinni slátrun hjá okkur væntanlega einhvern tíma í byrjun næsta árs, janúar eða febrúar,“ segir Sigurður. Og þá ætti að liggja fyrir hvort segja þurfi starfsfólkinu upp. Sigurður gagnrýnir hversu langn tíma það taki að veita fyrirtækinu leyfi til að auka eldið. Auðvitað þurfi að huga að umhverfismálunum og rannsóknum, það sé fyrirtækinu sjálfu í hag. Hins vegar ætti að hans mati að leyfa Arctic Odda að komast af stað undir varúðarreglu.
Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira