Hvað er grænna en íslenskur torfbær spyr forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2014 19:04 Forsætisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir úthlutun sína á styrkjum til menningarverkefna af ónýttum fjárlagaliðum sem m.a. voru ætlaðir græna hagkerfinu. Forsætisráðherra spurði þingheim á móti hvað væri grænna en íslenskur torfbær.Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræður á Alþingi í dag um úthlutun forsætisráðherra til ýmissa verkefna í minjavernd á síðasta ári en styrkirnir urðu nokkuð umtalaðir og jafnvel fullyrt að sumir hefðu ekki óskað eftir þeim og jafnvel fengið styrki staðfesta með smáskilaboðum. Brynhildur óskaði fyrst eftir þessari umræðu með forsætisráðherra í febrúar og minnti á að Ríkisendurskoðun hefði gert ýmsar athugasemdir við framkvæmd styrkveitinganna í skýrslu í sumar. Sagði hún forsætisráðherra hafa sýnt af sér vonda stjórnsýslu. Virðulegur forseti, stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni. Fyrst kemur háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson og spyr út í 16 mánaða gömul ummæli í útvarpsviðtali og svo er hér efnt til sérstakrar umræðu um lið á fjárlögum sem samþykktur var árið 2012,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við upphaf umræðunnar. Forsætisráðherra sagði styrkina hafa verið veitta til ýmissa verkefna sem tengdust menningararfinum sem flutt hafi verið til forsætisráðuneytisins með nýrri ríkisstjórn. Styrkirnir hefðu byggt á umsóknum sem lágu fyrir á ýmsum stöðum og nýttir hefðu verið fjárlagaliðir sem stóðu eftir ónotaðir frá fyrri ríkisstjórn og ætlaðir voru átaksverkefnum í atvinnumálum og græna hagkerfinu. „Og halda því fram að þetta verði aldrei gert aftur, að nota það sem rök, mér finnst það bara ekki boðlegt. Það er mikið og eiginlega svolítið furðulegt hringl í gangi með fjárlagaliði þegar maður skoðar þetta mál og það er svolítið flókið. Þá alveg sérstaklega sem snýr að græna hagkerfinu,“ sagði Brynhildur. Hún taldi óljóst hvernig fjármunum var varið í þessum efnum og hvort yfirleitt hefðu legið fyrir því heimildir að hálfu Alþingis. „Í þessum styrkjum til græna hagkerfisins hafa menn verið að styðja við bakið á umhverfisvænum, atvinnuskapandi verkefnum sem geta af sér enn meiri vinnu í framhaldinu. Eða hvað er grænna, virðurlegur forseti, en íslenskur torfbær? Hvernig er hægt að halda því fram að það falli ekki undir græna hagkerfið,“ spurði forsætisráðherra. En margir styrkjanna sem veittir voru runnu til vörslu gamalla minja og húsa. „Það er auðvitað til vansa fyrir þingið þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hérna dag eftir dag í fúlu og úfnu skapi og svarar þingmönnum með skætingi,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru svipaðs sinnis og gagnrýndu forsætisráðherra fyrir svör hans og athugasemdir um tilefni þess að til þessarar umræðu var stofnað. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Forsætisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir úthlutun sína á styrkjum til menningarverkefna af ónýttum fjárlagaliðum sem m.a. voru ætlaðir græna hagkerfinu. Forsætisráðherra spurði þingheim á móti hvað væri grænna en íslenskur torfbær.Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræður á Alþingi í dag um úthlutun forsætisráðherra til ýmissa verkefna í minjavernd á síðasta ári en styrkirnir urðu nokkuð umtalaðir og jafnvel fullyrt að sumir hefðu ekki óskað eftir þeim og jafnvel fengið styrki staðfesta með smáskilaboðum. Brynhildur óskaði fyrst eftir þessari umræðu með forsætisráðherra í febrúar og minnti á að Ríkisendurskoðun hefði gert ýmsar athugasemdir við framkvæmd styrkveitinganna í skýrslu í sumar. Sagði hún forsætisráðherra hafa sýnt af sér vonda stjórnsýslu. Virðulegur forseti, stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni. Fyrst kemur háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson og spyr út í 16 mánaða gömul ummæli í útvarpsviðtali og svo er hér efnt til sérstakrar umræðu um lið á fjárlögum sem samþykktur var árið 2012,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við upphaf umræðunnar. Forsætisráðherra sagði styrkina hafa verið veitta til ýmissa verkefna sem tengdust menningararfinum sem flutt hafi verið til forsætisráðuneytisins með nýrri ríkisstjórn. Styrkirnir hefðu byggt á umsóknum sem lágu fyrir á ýmsum stöðum og nýttir hefðu verið fjárlagaliðir sem stóðu eftir ónotaðir frá fyrri ríkisstjórn og ætlaðir voru átaksverkefnum í atvinnumálum og græna hagkerfinu. „Og halda því fram að þetta verði aldrei gert aftur, að nota það sem rök, mér finnst það bara ekki boðlegt. Það er mikið og eiginlega svolítið furðulegt hringl í gangi með fjárlagaliði þegar maður skoðar þetta mál og það er svolítið flókið. Þá alveg sérstaklega sem snýr að græna hagkerfinu,“ sagði Brynhildur. Hún taldi óljóst hvernig fjármunum var varið í þessum efnum og hvort yfirleitt hefðu legið fyrir því heimildir að hálfu Alþingis. „Í þessum styrkjum til græna hagkerfisins hafa menn verið að styðja við bakið á umhverfisvænum, atvinnuskapandi verkefnum sem geta af sér enn meiri vinnu í framhaldinu. Eða hvað er grænna, virðurlegur forseti, en íslenskur torfbær? Hvernig er hægt að halda því fram að það falli ekki undir græna hagkerfið,“ spurði forsætisráðherra. En margir styrkjanna sem veittir voru runnu til vörslu gamalla minja og húsa. „Það er auðvitað til vansa fyrir þingið þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hérna dag eftir dag í fúlu og úfnu skapi og svarar þingmönnum með skætingi,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru svipaðs sinnis og gagnrýndu forsætisráðherra fyrir svör hans og athugasemdir um tilefni þess að til þessarar umræðu var stofnað.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira