Hvað er grænna en íslenskur torfbær spyr forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2014 19:04 Forsætisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir úthlutun sína á styrkjum til menningarverkefna af ónýttum fjárlagaliðum sem m.a. voru ætlaðir græna hagkerfinu. Forsætisráðherra spurði þingheim á móti hvað væri grænna en íslenskur torfbær.Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræður á Alþingi í dag um úthlutun forsætisráðherra til ýmissa verkefna í minjavernd á síðasta ári en styrkirnir urðu nokkuð umtalaðir og jafnvel fullyrt að sumir hefðu ekki óskað eftir þeim og jafnvel fengið styrki staðfesta með smáskilaboðum. Brynhildur óskaði fyrst eftir þessari umræðu með forsætisráðherra í febrúar og minnti á að Ríkisendurskoðun hefði gert ýmsar athugasemdir við framkvæmd styrkveitinganna í skýrslu í sumar. Sagði hún forsætisráðherra hafa sýnt af sér vonda stjórnsýslu. Virðulegur forseti, stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni. Fyrst kemur háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson og spyr út í 16 mánaða gömul ummæli í útvarpsviðtali og svo er hér efnt til sérstakrar umræðu um lið á fjárlögum sem samþykktur var árið 2012,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við upphaf umræðunnar. Forsætisráðherra sagði styrkina hafa verið veitta til ýmissa verkefna sem tengdust menningararfinum sem flutt hafi verið til forsætisráðuneytisins með nýrri ríkisstjórn. Styrkirnir hefðu byggt á umsóknum sem lágu fyrir á ýmsum stöðum og nýttir hefðu verið fjárlagaliðir sem stóðu eftir ónotaðir frá fyrri ríkisstjórn og ætlaðir voru átaksverkefnum í atvinnumálum og græna hagkerfinu. „Og halda því fram að þetta verði aldrei gert aftur, að nota það sem rök, mér finnst það bara ekki boðlegt. Það er mikið og eiginlega svolítið furðulegt hringl í gangi með fjárlagaliði þegar maður skoðar þetta mál og það er svolítið flókið. Þá alveg sérstaklega sem snýr að græna hagkerfinu,“ sagði Brynhildur. Hún taldi óljóst hvernig fjármunum var varið í þessum efnum og hvort yfirleitt hefðu legið fyrir því heimildir að hálfu Alþingis. „Í þessum styrkjum til græna hagkerfisins hafa menn verið að styðja við bakið á umhverfisvænum, atvinnuskapandi verkefnum sem geta af sér enn meiri vinnu í framhaldinu. Eða hvað er grænna, virðurlegur forseti, en íslenskur torfbær? Hvernig er hægt að halda því fram að það falli ekki undir græna hagkerfið,“ spurði forsætisráðherra. En margir styrkjanna sem veittir voru runnu til vörslu gamalla minja og húsa. „Það er auðvitað til vansa fyrir þingið þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hérna dag eftir dag í fúlu og úfnu skapi og svarar þingmönnum með skætingi,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru svipaðs sinnis og gagnrýndu forsætisráðherra fyrir svör hans og athugasemdir um tilefni þess að til þessarar umræðu var stofnað. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Forsætisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir úthlutun sína á styrkjum til menningarverkefna af ónýttum fjárlagaliðum sem m.a. voru ætlaðir græna hagkerfinu. Forsætisráðherra spurði þingheim á móti hvað væri grænna en íslenskur torfbær.Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræður á Alþingi í dag um úthlutun forsætisráðherra til ýmissa verkefna í minjavernd á síðasta ári en styrkirnir urðu nokkuð umtalaðir og jafnvel fullyrt að sumir hefðu ekki óskað eftir þeim og jafnvel fengið styrki staðfesta með smáskilaboðum. Brynhildur óskaði fyrst eftir þessari umræðu með forsætisráðherra í febrúar og minnti á að Ríkisendurskoðun hefði gert ýmsar athugasemdir við framkvæmd styrkveitinganna í skýrslu í sumar. Sagði hún forsætisráðherra hafa sýnt af sér vonda stjórnsýslu. Virðulegur forseti, stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni. Fyrst kemur háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson og spyr út í 16 mánaða gömul ummæli í útvarpsviðtali og svo er hér efnt til sérstakrar umræðu um lið á fjárlögum sem samþykktur var árið 2012,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við upphaf umræðunnar. Forsætisráðherra sagði styrkina hafa verið veitta til ýmissa verkefna sem tengdust menningararfinum sem flutt hafi verið til forsætisráðuneytisins með nýrri ríkisstjórn. Styrkirnir hefðu byggt á umsóknum sem lágu fyrir á ýmsum stöðum og nýttir hefðu verið fjárlagaliðir sem stóðu eftir ónotaðir frá fyrri ríkisstjórn og ætlaðir voru átaksverkefnum í atvinnumálum og græna hagkerfinu. „Og halda því fram að þetta verði aldrei gert aftur, að nota það sem rök, mér finnst það bara ekki boðlegt. Það er mikið og eiginlega svolítið furðulegt hringl í gangi með fjárlagaliði þegar maður skoðar þetta mál og það er svolítið flókið. Þá alveg sérstaklega sem snýr að græna hagkerfinu,“ sagði Brynhildur. Hún taldi óljóst hvernig fjármunum var varið í þessum efnum og hvort yfirleitt hefðu legið fyrir því heimildir að hálfu Alþingis. „Í þessum styrkjum til græna hagkerfisins hafa menn verið að styðja við bakið á umhverfisvænum, atvinnuskapandi verkefnum sem geta af sér enn meiri vinnu í framhaldinu. Eða hvað er grænna, virðurlegur forseti, en íslenskur torfbær? Hvernig er hægt að halda því fram að það falli ekki undir græna hagkerfið,“ spurði forsætisráðherra. En margir styrkjanna sem veittir voru runnu til vörslu gamalla minja og húsa. „Það er auðvitað til vansa fyrir þingið þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hérna dag eftir dag í fúlu og úfnu skapi og svarar þingmönnum með skætingi,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru svipaðs sinnis og gagnrýndu forsætisráðherra fyrir svör hans og athugasemdir um tilefni þess að til þessarar umræðu var stofnað.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira