Erlent

Flaug ebólusmituð í bandarísku innanlandsflugi

Atli Ísleifsson skrifar
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að 4.447 manns hafi látist af völdum veirunnar síðustu mánuði, flestir í vesturhluta Afríku.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að 4.447 manns hafi látist af völdum veirunnar síðustu mánuði, flestir í vesturhluta Afríku. Vísir/AFP
Heilbrigðisstarfsmaðurinn sem greindist með ebólu í Texas í Bandaríkjunum flaug um borð í vél milli borgarinnar Cleveland í Ohio-ríki og Dallas tveimur dögum áður en hann greindist með veiruna.

Þetta staðfesta bandarísk heilbrigðisyfirvöld og kemur fram á fréttavef BBC.

Heilbrigðisyfirvöld reyna nú að hafa uppi á öllum þeim 132 sem voru um borð í umræddri vél, Frontier 1143.

Heilbrigðisstarfsmaðurinn er 26 ára hjúkrunarfræðingur og smitaðist af ebólu eftir að hafa hlúið að ebólusmituðum Líberíumanni sem lést af völdum veirunnar í síðustu viku.

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld fylgdust fyrir með 48 mögulegum smitberum, einstaklingum sem Líberíumaðurinn hafði verið í snertingu við áður en honum var komið fyrir í einangrun og heilbrigðisstarfsmönnum sem sinntu honum.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að 4.447 manns hafi látist af völdum veirunnar síðustu mánuði, flestir í vesturhluta Afríku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×