Erlent

Annar heilbrigðisstarfsmaður greinist með ebólu í Texas

Atli Ísleifsson skrifar
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld fylgjst nú með 48 mögulegum smitberum,
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld fylgjst nú með 48 mögulegum smitberum, Vísir/AFP
Heilbrigðisyfirvöld í Texas hafa staðfest að annar heilbrigðisstarfsmaður hafi greinst með ebólu.

26 ára hjúkrunarfræðingur er nú þegar í meðhöndlun eftir að hann smitaðist af ebólu eftir að hafa hlúið að ebólusmituðum Líberíumanni sem lést af völdum veirunnar í síðustu viku.

Í frétt BBC segir að bandarísk heilbrigðisyfirvöld fylgist nú með 48 mögulegum smitberum, einstaklingum sem Líberíumaðurinn hafði verið í snertingu við áður en honum var komið fyrir í einangrun og heilbrigðisstarfsmönnum sem sinntu honum.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að 4.447 manns hafi látist af völdum veirunnar síðustu mánuði, flestir í vesturhluta Afríku.

Hjúkrunarfræðingurinn Nina Pham smitaðist á sjúkrahúsi í Dallas þar sem hún meðhöndlaði Líberíumanninn Thomas Duncan, sem var fyrsti maðurinn til að greinast með veiruna á bandarískri jörð. Læknar segja ástand Pham vera gott.

Heilbrigðisstarfsmaðurinn sem hefur nú greinst með veiruna hefur ekki verið nafngreindur. Sá meðhöndlaði þó einnig Duncan á Texas Health Presbyterian sjúkrahúsinu og er nú haldið í einangrun. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu segir að rætt hafi verið við sjúklinginn um leið og hann sýndi einkenni veirunnar til að greina aðra mögulega smitbera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×