Innlent

Nýr og öflugri Baldur kominn til landsins

Heimir Már Pétursson skrifar
Ný Breiðafjarðarferja mun gerbreyta möguleikum á flutningi stærri bíla yfir Breiðafjörð og mun nýi Baldur einnig getað flutt fleiri bíla en sá gamli. Ferjan er nýkomin til Íslands frá Noregi og verður tekin í notkun eftir yfirhalningu innan skamms. Heimir Már Pétursson skoðaði nýjustu ferju Íslendinga í dag.

Breiðafjarðarferjan Baldur gegnir mikilvægu samgönguhlutverki fyrir sunnanverða Vestfirði varðandi fólks og vöruflutninga sem og í flutningi þúsunda ferðamanna yfir sumartímann. Nú hafa Sæferðir endurnýjað ferjukost sinn og nýja skipið kom til landsins í fyrrinótt.

Við skelltum okkur um borð í Baldur í Reykjavíkurhöfn í dag en framkvæmdastjóri útgerðarinnar segir breyta miklu m.a. varðandi flutning stærri bíla.

„Og lofthæðin er 4,5 metrar sem er líka bylting fyrir okkur því gamla skipið var með svo litla lofthæð að við vorum oft í vandræðum með flutningabíla, að koma þeim inn. Þannig að þetta breytir heilmiklu í þessum efnum,“ segir Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri Sæferða sem eiga og gera Baldur út.

En hvað með fjölda bíla og farþega, er einhver breyting þar?

„Ekki í farþegafjölda. Það verður það sama, rétt tæplega 300 farþegar. En bílafjöldi fer úr svona 38 til 40 upp í 54 eða 55. Sem er á bilinu 40 til 50 prósenta aukning sem er ágætt,“ segir Pétur.

Þungaflutningar hafi aukist mikið m.a. vegna fiskeldis fyrir vestan og því full þörf á stærra skipi.

Þiðeruðáleiðmeðhann uppíslipp héríReykjavík. Hvenæráætliðþiðaðhefja siglingaráþessu skipi?

„Það er nú ekki alveg ljóst upp á dag. Já, við erum að fara í slipp núna öðru hvoru meginn við helgina. Það á svona aðeins að snyrta hann til. Það er verið að vinna svona ýmsar endurbætur í honum núna. Bæði ofanþilja, setja á hann nýjan krana og svo ætlum við að gera aðeins fyrir hann innanþilja, því þetta er auðvitað ekki alveg nýtt skip,“ segir Pétur.

Skipið var keypt frá Norður Noregi þar sem það hefur  þjónað undanfarin ár.

„Jú, hann er búinn að vera á Lofotensvæðinu sem er álíka hafsvæði sem við erum að vinna á fyrir norðan heimskautsbaug. Þannig að hann er vel fær í það og öllu vanur,“ segir Pétur ánægður með nýja skipið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×