Enski boltinn

Aguero með fjögur í sigri City | Sjáðu mörkin

Það var mikið fjör á Etihad í dag þegar Manchester City lagði Tottenham að velli í leik sem bauð uppá fimm mörk og fjögur víti.

Sergio Aguero kom City yfir eftir þréttan mínútna leik, en Christian Eriksen jafnaði metinn tveimur mínútum síðar. Fjörið var rétt að byrja.

Eftir tuttugu mínútur dæmdi Jonathan Moss umdeilda vítaspyrnu, en Sergio Aguero þakkaði fyrir sig og skoraði. Aftur dæmdi Moss víti tólf mínútum síðar, en þá sá Hugo Lloris við Argentínumanninum.

Staðan var 2-1 í hálfleik, en það dró til tíðinda á 62. mínútu. Tottenham fékk þá vítaspyrnu og Roberto Soldado fór á punktinn, en Joe Hart varði meistaralega.

Sergio Aguero var ekki hættur. Fjórða vítaspyrna leiksins leit dagsins ljós á 68. mínútu þegar Federico Fazio braut á Aguero. Fazio fékk að líta rauða spjaldið, en hann rændi Aguero upplögðu marktækifæri. Aguero fór á punktinn og skoraði.

Títtnefndur Aguero var ekki hættur. Hann bætti við fjórða marki sínu og fjórða marki City sjö mínútum síðar og lokatölur á Etihad 4-1.

City minnkaði mun Chelsea á toppnum í tvö stig, en Chelsea á leik til góða. Tottenham er í sjötti sæti með ellefu stig eftir átta leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×