Vantar um hálfan milljarð í viðhald flugvalla Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2014 20:15 Um sex hundruð milljónir þarf til viðhalds og framkvæmda á flugvöllum landsins á næsta ári en aðeins er gert ráð fyrir 150 milljónum í þennan lið á fjárlögum. Ekkert fjármagn er ætlað í stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli en formaður umhverfis- og samgöngunefndar er bjartsýnn á að fjármagn fáist til þess. Gífurlegt magn af jarðefni fellur til við gerð Vaðlaheiðarganga og nú þegar eru um 60 þúsund rúmmetrar af efni til reiðu skammt frá gangamunanum Eyjafjarðarmegin, svo gott sem í túnfæti flugvallarins á Akureyri. Áform eru upp um að stækka flughlaðið á flugvellinum og byggja þar nýja flugstöð, þannig að flugvöllurinn geti þjónað betur bæði innanlands- og millilandaflugi. Ísavia getur fengið jarðefnið endurgjaldslaust en þarf að greiða fyrir flutninginn á því að flugvellinum til fyllingar fyrir flughlaðið en fjárveiting hefur ekki fengist til þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður norðausturkjördæmis, skoðaði Vaðlaheiðargöng hinn 15 júlí í sumar og sagði þá þetta varðandi fjármögnun á verkefninu.Sigmundur skoðaði Vaðlaheiðargöng í sumar.VísirÞegar forsætisráðherrann sjálfur leggst á málið er þá ekki líklegt að menn geti farið að vinna í þessu flughlaði strax á næsta sumri? „Það eru auðvitað víða mikilvæg verkefni og aðkallandi. Meðal annars í samgöngumálum. En hér er bæði þessi kostur að hafa nægt efni sem menn hljóta þá að vilja nýta tækifærið að nýta í þetta. En einnig þörf fyrir að það gerist á ekki of löngum tíma því annars safnast þetta bara upp hér,“ sagði Sigmundur Davíð hinn 15. júlí. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er hins vegar ekki gert ráð fyrir fjárveitingu í þetta verkefni. Raunar er aðeins gert ráð fyrir 150 milljónum til viðhalds núverandi innviða flugvallanna en samkvæmt gögnum frá Ísavia þarf um 600 milljónir í þau verkefni og ekkert fé er til nýframkvæmda. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur hins vegar að fjármunir muni fást til verksins. „Já ég er bjartsýnn á að við getum komið inn fjármunum til að koma þesu mikilvæga verkefni af stað. Ég hef rætt það við marga, þeirra á meðal formann fjárlaganefndar og forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé allur af vilja gerður til að styðja við bakið á verkefninu. Þannig að já, ég er bjartsýnn á að það takist,“ segir Höskuldur Þórhallsson samflokksmaður forsætisráðherra og þingmaður í sama kjördæmi. Smá umþóttunartími hafi fengist þegar gagnagerðarmenn fóru að bora Fnjóskadalsmegin. „Þannig að það var kannski ekki alveg eins brýnt að fara í þetta strax eins og við töldum síðasta vor að minnsta kosti. En ég á von á því að það verði hægt að fara að flytja efnið fyrr en seinna,“ segir Höskuldur Þórhallsson. Alþingi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Um sex hundruð milljónir þarf til viðhalds og framkvæmda á flugvöllum landsins á næsta ári en aðeins er gert ráð fyrir 150 milljónum í þennan lið á fjárlögum. Ekkert fjármagn er ætlað í stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli en formaður umhverfis- og samgöngunefndar er bjartsýnn á að fjármagn fáist til þess. Gífurlegt magn af jarðefni fellur til við gerð Vaðlaheiðarganga og nú þegar eru um 60 þúsund rúmmetrar af efni til reiðu skammt frá gangamunanum Eyjafjarðarmegin, svo gott sem í túnfæti flugvallarins á Akureyri. Áform eru upp um að stækka flughlaðið á flugvellinum og byggja þar nýja flugstöð, þannig að flugvöllurinn geti þjónað betur bæði innanlands- og millilandaflugi. Ísavia getur fengið jarðefnið endurgjaldslaust en þarf að greiða fyrir flutninginn á því að flugvellinum til fyllingar fyrir flughlaðið en fjárveiting hefur ekki fengist til þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður norðausturkjördæmis, skoðaði Vaðlaheiðargöng hinn 15 júlí í sumar og sagði þá þetta varðandi fjármögnun á verkefninu.Sigmundur skoðaði Vaðlaheiðargöng í sumar.VísirÞegar forsætisráðherrann sjálfur leggst á málið er þá ekki líklegt að menn geti farið að vinna í þessu flughlaði strax á næsta sumri? „Það eru auðvitað víða mikilvæg verkefni og aðkallandi. Meðal annars í samgöngumálum. En hér er bæði þessi kostur að hafa nægt efni sem menn hljóta þá að vilja nýta tækifærið að nýta í þetta. En einnig þörf fyrir að það gerist á ekki of löngum tíma því annars safnast þetta bara upp hér,“ sagði Sigmundur Davíð hinn 15. júlí. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er hins vegar ekki gert ráð fyrir fjárveitingu í þetta verkefni. Raunar er aðeins gert ráð fyrir 150 milljónum til viðhalds núverandi innviða flugvallanna en samkvæmt gögnum frá Ísavia þarf um 600 milljónir í þau verkefni og ekkert fé er til nýframkvæmda. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur hins vegar að fjármunir muni fást til verksins. „Já ég er bjartsýnn á að við getum komið inn fjármunum til að koma þesu mikilvæga verkefni af stað. Ég hef rætt það við marga, þeirra á meðal formann fjárlaganefndar og forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé allur af vilja gerður til að styðja við bakið á verkefninu. Þannig að já, ég er bjartsýnn á að það takist,“ segir Höskuldur Þórhallsson samflokksmaður forsætisráðherra og þingmaður í sama kjördæmi. Smá umþóttunartími hafi fengist þegar gagnagerðarmenn fóru að bora Fnjóskadalsmegin. „Þannig að það var kannski ekki alveg eins brýnt að fara í þetta strax eins og við töldum síðasta vor að minnsta kosti. En ég á von á því að það verði hægt að fara að flytja efnið fyrr en seinna,“ segir Höskuldur Þórhallsson.
Alþingi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira