Vilja að dyr Evrópusambandsins standi Íslendingum áfram opnar Þ.Ó. í Brussel skrifar 18. október 2014 20:31 Jean-Claude Juncker, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur lýst því yfir að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun ESB. Vísir / AFP Finnar og Hollendingar vilja að dyr Evrópusambandsins standi Íslendingum áfram opnar, enda þótt nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB vilji að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Mikla athygli vakti í sumar þegar Jean-Claude Juncker, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti því yfir að fimm ára hlé yrði gert á frekari stækkun ESB. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með þessari yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Breytt stefna Evrópusambandsins í stækkunarmálum hefur þó enn ekki verið samþykkt í helstu valdastofnunum þess. Ráðgert er að ný framkvæmdastjórn taki við í næsta mánuði, að því gefnu að Evrópuþingið staðfesti framkvæmdastjórnina á miðvikudaginn kemur. Það veltur þó mest á ráðherraráði ESB hvort fimm ára stækkunarstopp verði að veruleika, en ráðið er vettvangur ríkisstjórna aðildarríkja sambandsins, og getur í raun falið nýrri framkvæmdastjórn að haga málum með öðrum hætti en Juncker hefur mælt fyrir. Á fundi ráðherraráðsins í þessari viku voru stækkunarmál til umræðu. Í minnisblaði af fundinum, sem fréttastofa hefur undir höndum, er bókað að Finnar hafi - með stuðningi Hollendinga - mælt fyrir því að dyr Evrópusambandsins stæðu Íslendingum áfram opnar. Er Ísland þannig tekið út fyrir sviga annarra umsóknarríkja og lagt til að fimm ára stækkunarstopp eigi ekki við um Ísland. Ekki var hreyft við andmælum við þessari tillögu á fundinum, en athygli vekur að Hollendingar skuli nú styðja inngöngu Íslands í ESB. Þegar Icesave deilan var í algleymingi vildu Hollendingar, þvert á móti, að ESB sliti viðræðum við Íslendinga, en af þessu má vera ljóst að afstaða Hollendinga gagnvart Íslandi hefur gerbreyst. Alþingi Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Finnar og Hollendingar vilja að dyr Evrópusambandsins standi Íslendingum áfram opnar, enda þótt nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB vilji að fimm ára hlé verði gert á frekari stækkun sambandsins. Mikla athygli vakti í sumar þegar Jean-Claude Juncker, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti því yfir að fimm ára hlé yrði gert á frekari stækkun ESB. Við það tækifæri sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra í fréttum Stöðvar 2, að með þessari yfirlýsingu Junckers væri aðildarferli Íslands að sambandinu í raun lokið. Breytt stefna Evrópusambandsins í stækkunarmálum hefur þó enn ekki verið samþykkt í helstu valdastofnunum þess. Ráðgert er að ný framkvæmdastjórn taki við í næsta mánuði, að því gefnu að Evrópuþingið staðfesti framkvæmdastjórnina á miðvikudaginn kemur. Það veltur þó mest á ráðherraráði ESB hvort fimm ára stækkunarstopp verði að veruleika, en ráðið er vettvangur ríkisstjórna aðildarríkja sambandsins, og getur í raun falið nýrri framkvæmdastjórn að haga málum með öðrum hætti en Juncker hefur mælt fyrir. Á fundi ráðherraráðsins í þessari viku voru stækkunarmál til umræðu. Í minnisblaði af fundinum, sem fréttastofa hefur undir höndum, er bókað að Finnar hafi - með stuðningi Hollendinga - mælt fyrir því að dyr Evrópusambandsins stæðu Íslendingum áfram opnar. Er Ísland þannig tekið út fyrir sviga annarra umsóknarríkja og lagt til að fimm ára stækkunarstopp eigi ekki við um Ísland. Ekki var hreyft við andmælum við þessari tillögu á fundinum, en athygli vekur að Hollendingar skuli nú styðja inngöngu Íslands í ESB. Þegar Icesave deilan var í algleymingi vildu Hollendingar, þvert á móti, að ESB sliti viðræðum við Íslendinga, en af þessu má vera ljóst að afstaða Hollendinga gagnvart Íslandi hefur gerbreyst.
Alþingi Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira