Var fáviti að kjósa Framsóknarflokkinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2014 22:15 Ólafur Páll Gunnarsson. vísir/stefán Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður og tónlistarstjóri Rásar 2, birti nú rétt í þessu yfirlýsingu á Facebook-vegg sínum þar sem hann beinir spjótum að ... sjálfum sér. Tilefnið eru hugmyndir Vigdísar Hauksdóttur þess efnis að það hljóti að koma til greina að selja Rás 2. Ólafi Páli hugnast það greinilega ekki og setur fram játningar þess efnis að hann hafi kosið Framsóknarflokkinn. Það hafi hann gert vegna lána sinna en ekki óraði hann fyrir að „stórhættulegt fólk“ á borð við Vigdísi myndi fylgja með í kaupunum. „Ég stíg hér með fram og segi: Það er fávitum eins og mér að kenna að svona rugludallar (mig langaði að nota annað orð....) eru við völd á Íslandi í dag. Mér var lofað að stökkbreytta húsnæðislánið mitt yrði leiðrétt og ÞESS VEGNA KAUS ÉG FRAMSÓKNARFLOKKINN í síðustu kosningum!,“ skrifar Ólafur á Facebook. Ólafur segir það afleitt að ætla að selja stöðina – ekkert sé til að selja. „Ég er algjörlega gáttaður. Ef fólk vill loka þessari útvarpsstöð, þá gerir það það bara. Það er ekkert til þess að selja. Ef það væri mögulegt að selja hana þá myndi það þýða að það þyrfti að hækka afnotagjöldin eða nefskattinn til þess að hægt væri að halda úti annarri starfsemi óbreyttri,“ segir Ólafur í samtali við Vísi og bætir við að Rás 2 hafi alla tíð staðið undir sér. „Rás 2 er mér vitanlega sú eining, eða af þessum þremur, sem hefur alla tíð skilað meiri tekjum en hún hefur kostað. Og það var forsenda þess að hún yrði sett á laggirnar á sínum tíma.“ Yfirlýsingu Ólafs má sjá í heild sinni hér að neðan:Ég stíg hér með fram og segi: Það er fávitum eins og mér að kenna að svona rugludallar (mig langaði að nota annað orð....) eru við völd á Íslandi í dag. Mér var lofað að stökkbreytta húsnæðislánið mitt yrði leiðrétt og ÞESS VEGNA KAUS ÉG FRAMSÓKNARFLOKKINN í síðustu kosningum! Þið megið ÖLL gera grín að mér til æviloka - en ég TRÚÐI því virkilega og einlæglega sem formaðurinn og fyrrum samstarfsfélagi minn af RÚV sagði - ég trúði því að þetta Hókus Pókus með lánin og hrægammasjóðina og það alltsaman væri mögulegt. Ég og allir hinir sem kusum FRAMSÓKNARFLOKKINN gerðum okkur ekki grein fyrir því (amk. ekki ég) að svona stórhættulegt fólk fylgdi með í dílnum. Fari ég og önnur fífl í rassgat! P.s. Ég er með fullri rænu og ódrukkinn Seljum svo Rás 2....eða hendum henni bara. Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. 2. október 2014 18:45 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður og tónlistarstjóri Rásar 2, birti nú rétt í þessu yfirlýsingu á Facebook-vegg sínum þar sem hann beinir spjótum að ... sjálfum sér. Tilefnið eru hugmyndir Vigdísar Hauksdóttur þess efnis að það hljóti að koma til greina að selja Rás 2. Ólafi Páli hugnast það greinilega ekki og setur fram játningar þess efnis að hann hafi kosið Framsóknarflokkinn. Það hafi hann gert vegna lána sinna en ekki óraði hann fyrir að „stórhættulegt fólk“ á borð við Vigdísi myndi fylgja með í kaupunum. „Ég stíg hér með fram og segi: Það er fávitum eins og mér að kenna að svona rugludallar (mig langaði að nota annað orð....) eru við völd á Íslandi í dag. Mér var lofað að stökkbreytta húsnæðislánið mitt yrði leiðrétt og ÞESS VEGNA KAUS ÉG FRAMSÓKNARFLOKKINN í síðustu kosningum!,“ skrifar Ólafur á Facebook. Ólafur segir það afleitt að ætla að selja stöðina – ekkert sé til að selja. „Ég er algjörlega gáttaður. Ef fólk vill loka þessari útvarpsstöð, þá gerir það það bara. Það er ekkert til þess að selja. Ef það væri mögulegt að selja hana þá myndi það þýða að það þyrfti að hækka afnotagjöldin eða nefskattinn til þess að hægt væri að halda úti annarri starfsemi óbreyttri,“ segir Ólafur í samtali við Vísi og bætir við að Rás 2 hafi alla tíð staðið undir sér. „Rás 2 er mér vitanlega sú eining, eða af þessum þremur, sem hefur alla tíð skilað meiri tekjum en hún hefur kostað. Og það var forsenda þess að hún yrði sett á laggirnar á sínum tíma.“ Yfirlýsingu Ólafs má sjá í heild sinni hér að neðan:Ég stíg hér með fram og segi: Það er fávitum eins og mér að kenna að svona rugludallar (mig langaði að nota annað orð....) eru við völd á Íslandi í dag. Mér var lofað að stökkbreytta húsnæðislánið mitt yrði leiðrétt og ÞESS VEGNA KAUS ÉG FRAMSÓKNARFLOKKINN í síðustu kosningum! Þið megið ÖLL gera grín að mér til æviloka - en ég TRÚÐI því virkilega og einlæglega sem formaðurinn og fyrrum samstarfsfélagi minn af RÚV sagði - ég trúði því að þetta Hókus Pókus með lánin og hrægammasjóðina og það alltsaman væri mögulegt. Ég og allir hinir sem kusum FRAMSÓKNARFLOKKINN gerðum okkur ekki grein fyrir því (amk. ekki ég) að svona stórhættulegt fólk fylgdi með í dílnum. Fari ég og önnur fífl í rassgat! P.s. Ég er með fullri rænu og ódrukkinn Seljum svo Rás 2....eða hendum henni bara.
Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. 2. október 2014 18:45 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. 2. október 2014 18:45
Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36