Innlent

Mesta úrkoma í Reykjavík frá því að mælingar hófust

Heimir Már Pétursson skrifar
Ferðamönnum fjölgaði í sumar miðað við fyrir ár þrátt fyrir sögulega mikla vætu.
Ferðamönnum fjölgaði í sumar miðað við fyrir ár þrátt fyrir sögulega mikla vætu. Vísir/Valli
Úrkoma í Reykjavík og og með júní til og með september var sú mest frá því samfelldar úrkomumælingar hófust árið 1920 og einnig meiri en mest mældist á árunum 1885 til 1907. Þetta kemur fram í samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings sem Morgunblaðið greinir frá í dag.

Úrkoman í höfuðborginni á þessu tímabili var 80 prósent meiri en hún var að meðaltali árin 1961 til 1990. Hins vegar var sumarið óvenjuhlýtt samkvæmt samantekt Trausta, þá sérstaklega norðaustanlands þar sem það var sumstaðar það hlýjasta frá upphafi mælinga, eins og á Teigarhorni þar sem hitamælingar hófust árið 1873. Þá var sumarið einnig það hlýjasta frá því mælingar hófust í Grímsey, Egilsstöðum og á Dalatanga. Sumarið var það þriðja hlýjasta frá því mælingar hófust á Akureyri og það sjöunda hlýjasta í Reykjavík, samkvæmt samantekt Trausta Jónssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×