Íslenski boltinn

Jóhannes Valgeirsson: "Hræðileg ákvörðun“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stjarnan leiðir 1-0 í hálfleik gegn FH í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í Kaplakrika. Ólafur Karl Finsen skoraði eina markið undir lok fyrri hálfleiks en FH-ingar telja Ólaf hafa verið rangstæðan.

„Þetta er hræðileg ákvörðun. Hann er metra fyrir innan,“ segir Jóhannes Valgeirsson knattspyrnudómari í samtali við Vísi.

Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og í textalýsingu hér á Vísi.

Jóhannes bendir á að Ólafur hafi þegar verið fyrir innan þegar fyrirgjöfin kom af kantinum frá vinstri. Svo hafi Ólafur enn notið hags af stöðu sinni þegar boltinn féll fyrir hann í teignum.

„Þetta er agaleg ákvörðun,“ segir Jóhannes.

Leikurinn er sá síðasti sem Kristinn Jakobsson dæmir í knattspyrnu en Kristinn hefur verið okkar fremsti dómari í lengri tíma. Sigurður Óli Þorleifsson aðstoðardómari virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að um rangstöðu hafi verið að ræða.

Jóhannes segir óskandi að leikurinn ráðist ekki á svona mistökum.

„Já, það bara má ekki gerast. Þetta var rangstaða. Það þarf ekkert að ræða það.“


Tengdar fréttir

Hvort byrjunarliðið er sterkara?

Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, ber saman byrjunarlið FH og Stjörnunnar fyrir stórleikinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×