Innlent

DV stendur við frétt sína

Guðfinna stendur við orð sín.
Guðfinna stendur við orð sín.
„Borgarfulltrúi fer með rangt mál - Hljóðupptökur staðfesta frétt DV,“ segir á vef DV.

Guðfinna J. Guðmundsdóttir, annar borgarfulltrúa Framsóknar, sakaði í dag blaðamann DV um lygar og rangan fréttaflutning um fyrirtæki í eigu Svans Guðmundssonar, eiginmanns hennar. Í fréttinni er haft eftir Svani að hann vonist til þess að Guðfinna beiti sér fyrir hagsmunum fyrirtækisins, Smáíbúða ehf., sem leitar að lóðum til að reisa gámahús í höfuðborginni. Hún sagði þó í samtali við DV að hún hefði ekki í huga að leggja fram málefni fyrirtækisins, en fari svo að það verði lagt fram þá myndi hún víkja sæti.

Í kjölfar fréttaflutningsins birti hún fjölmargar, umdeildar athugasemdir og í samtali við Vísi sagðist hún standa við hvert orð. Aðspurð hvort henni þættu athugasemdirnar málefnalegar sagðist hún vera komin með nóg af DV og það endurspeglist í því sem hún sagði í athugasemdakerfinu.

DV hefur birt hljóðupptökur af samtali blaðamanns við þau hjón en Guðfinna verður afar reið þegar líða fer á símtalið. „Ég skil ekki hvað í ósköpunum þið á DV sem eruð alltaf að reyna að eyðileggja mannorð fólks og vera með einhverjar samsærisfréttir, af hverju í ósköpunum þið ætlið núna að fara að búa til eitthvað samsæri og rugl úr þessu. Það liggur ljóst fyrir að meirihlutinn í borginni hefur ekki áhuga á þessu,“ segir hún í samtali við blaðamann DV.

Hljóðupptökurnar eru hér að neðan.



Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Smáíbúða ehf. Guðfinna Jóhanna Guðmudsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar.

Tengdar fréttir

Guðfinna stendur við orð sín

„Þessi frétt er röng. Maðurinn minn sagði að hann stæði með mér og að ég stæði með honum en ekkert í samhengi við þetta mál. Hann [blaðamaðurinn] setur þetta í allt annað samhengi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×