Fótbolti

Arnar Þór tekur við Cercle Brugge

Arnar Þór Viðarsson mun stýra liði Cercle Brugge.
Arnar Þór Viðarsson mun stýra liði Cercle Brugge.
Arnar Þór Viðarsson var í dag ráðinn þjálfari hjá belgíska úrvalsdeildarliðinu Cercle Bruggge. Arnar Þór, sem hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins í rúmt ár, tekur við af Lorenzo Staelens.

Gengi Cercle Bruggge hefur verið afleitt það sem af leiktímabili en félagið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum og er sem stendur í næstneðsta sæti urvalsdeildarinnar. Tap gegn Waasland-Beveren á laugardaginn var kornið sem fyllti mælinn hjá forráðamönnum Cercle Brugge.

Arnar Þór þekkir vel félagsins því hann lék með liðinu frá 2008 þar til á síðasta ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×