Ghasem fær hæli á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2014 13:35 Talsmaður Ghasem segir mál hans sýna að Dyflinnarreglan heldur ekki þegar vísa á fólki úr landi á grundvelli hennar. Vísir/Pjetur Ghasem Mohamadi, afgönskum hælisleitanda, hefur verið veitt pólitískt hæli á Ísland. Mál hans vakti mikla athygli í vor en þá fór hann í hungurverkfall til að mótmæla því að vísa ætti honum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglunnar. Hann kom fyrst til Svíþjóðar sem flóttamaður áður en hann kom til Íslands. Dyflinnarreglan er samkomulag milli Evrópuríkja og felur í sér að það land sem hælisleitandi kemur fyrst til, ber ábyrgð á að umókn hans hljóti afgreiðslu. Í samtali við Ghasem segist hann mjög ánægður og að honum líði vel með að nú sé loks komin niðurstaða í mál hans. „Ég vil læra íslensku þar sem ég tala ekki svo góða ensku. Ég er byrjaður í íslensku í Mími og svo kemur í ljós hvað ég tek mér fyrir hendur,“ segir Ghasem aðspurður um hvað taki nú við hjá honum. Hann er afar þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Mig langar bara að þakka fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið. Ég þekki ekki einu sinni allt þetta fólk en þau mundu eftir mér og studdu mig allan tímann.“ Benjamín Julian, talsmaður Ghasem, segir mál hans sýna að Dyflinnarreglan haldi ekki. „Það var náttúrulega búið að vísa honum úr landi á grundvelli þeirrar reglu en Innanríkisráðuneyti vísaði máli hans aftur til Útlendingastofnunar. Nú hefur honum verið veitt hæli og okkur finnst þetta bara vera til marks um að Dyflinnarreglan heldur ekki þegar vísa á fólki úr landi á grundvelli hennar.“ Tengdar fréttir Ghasem ekki sendur úr landi "Ghasem fær sennilega fundarboðun bráðlega. Þessir hlutir taka samt alltaf tíma. Þarna fær hann smá vonarglætu, en það er ekki verið að vinna með fólki til að létta á einhverri sálfræðilegri pressu. Þvert á móti.“ 3. júní 2014 13:51 Mótmæli við Innanríkisráðuneytið Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. 28. apríl 2014 09:48 Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. 27. apríl 2014 19:15 Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi. 27. apríl 2014 14:21 Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. 28. apríl 2014 13:20 „Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. 25. apríl 2014 19:28 Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim. 29. apríl 2014 10:38 Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. 30. apríl 2014 22:30 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ghasem Mohamadi, afgönskum hælisleitanda, hefur verið veitt pólitískt hæli á Ísland. Mál hans vakti mikla athygli í vor en þá fór hann í hungurverkfall til að mótmæla því að vísa ætti honum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglunnar. Hann kom fyrst til Svíþjóðar sem flóttamaður áður en hann kom til Íslands. Dyflinnarreglan er samkomulag milli Evrópuríkja og felur í sér að það land sem hælisleitandi kemur fyrst til, ber ábyrgð á að umókn hans hljóti afgreiðslu. Í samtali við Ghasem segist hann mjög ánægður og að honum líði vel með að nú sé loks komin niðurstaða í mál hans. „Ég vil læra íslensku þar sem ég tala ekki svo góða ensku. Ég er byrjaður í íslensku í Mími og svo kemur í ljós hvað ég tek mér fyrir hendur,“ segir Ghasem aðspurður um hvað taki nú við hjá honum. Hann er afar þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Mig langar bara að þakka fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið. Ég þekki ekki einu sinni allt þetta fólk en þau mundu eftir mér og studdu mig allan tímann.“ Benjamín Julian, talsmaður Ghasem, segir mál hans sýna að Dyflinnarreglan haldi ekki. „Það var náttúrulega búið að vísa honum úr landi á grundvelli þeirrar reglu en Innanríkisráðuneyti vísaði máli hans aftur til Útlendingastofnunar. Nú hefur honum verið veitt hæli og okkur finnst þetta bara vera til marks um að Dyflinnarreglan heldur ekki þegar vísa á fólki úr landi á grundvelli hennar.“
Tengdar fréttir Ghasem ekki sendur úr landi "Ghasem fær sennilega fundarboðun bráðlega. Þessir hlutir taka samt alltaf tíma. Þarna fær hann smá vonarglætu, en það er ekki verið að vinna með fólki til að létta á einhverri sálfræðilegri pressu. Þvert á móti.“ 3. júní 2014 13:51 Mótmæli við Innanríkisráðuneytið Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. 28. apríl 2014 09:48 Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. 27. apríl 2014 19:15 Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi. 27. apríl 2014 14:21 Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. 28. apríl 2014 13:20 „Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. 25. apríl 2014 19:28 Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim. 29. apríl 2014 10:38 Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. 30. apríl 2014 22:30 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ghasem ekki sendur úr landi "Ghasem fær sennilega fundarboðun bráðlega. Þessir hlutir taka samt alltaf tíma. Þarna fær hann smá vonarglætu, en það er ekki verið að vinna með fólki til að létta á einhverri sálfræðilegri pressu. Þvert á móti.“ 3. júní 2014 13:51
Mótmæli við Innanríkisráðuneytið Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. 28. apríl 2014 09:48
Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. 27. apríl 2014 19:15
Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi. 27. apríl 2014 14:21
Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. 28. apríl 2014 13:20
„Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. 25. apríl 2014 19:28
Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim. 29. apríl 2014 10:38
Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. 30. apríl 2014 22:30