Innlent

Mótmæli við Innanríkisráðuneytið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. Mótmælin verða fyrir utan Innanríkisráðuneytið, að Sölvhólsgötu 7, klukkan 11 í dag.

Ghasem er í dag á áttunda degi hungurverkfalls og var hann í gær fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús þar sem hann fékk blóðvökva.

Ghasem flúði frá Afganistan sextán ára gamall. Hann kom til Íslands árið 2012 og sótti um pólitískt hæli. Umsókn hans var hafnað, en Ghasem hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð.

Hann segist vera orðinn örvæntingafullur og þreyttur á biðinni og segist frekar vilja deyja hér á landi heldur en að fara aftur til Afganistans.

Hann ætlar sér að halda hungurverkfallinu áfram þar til Útlendingastofnun eða Innanríkisráðuneytið tekur umsókn hans til efnislegrar umfjöllunar.


Tengdar fréttir

Hvorki borðað né drukkið í sjö daga

Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×