Innlent

Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði

Vinur mannsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki hafi tekist að vekja hann í morgun.
Vinur mannsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki hafi tekist að vekja hann í morgun.
Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, var fluttur á sjúkrahús í morgun en eins og fréttastofa greindi frá í fyrradag hefur hann verið í hungurverkfalli síðustu daga. Hann hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi.

Ghasem flúði frá Afganistan þegar hann var sextán ára gamall. Hann kom til Íslands árið 2012 þar sem hann sótti um pólitískt hæli. Umsókninni var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, en Ghasem hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð. Samkvæmt reglugerðinni er hælisleitanda vísað aftur til þess ríkis þar sem hann sótti fyrst um hæli. Ghasem áfrýjaði til Innanríkisráðuneytisins og bíður enn eftir úrskurði.

Vinur mannsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki hafi tekist að vekja hann í morgun og því hafi verið hringt á sjúkrabíl. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús með hraði og er hann þar enn. Hann mun vera með meðvitund, en þó of veikburða til þess að tjá sig.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×